Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 53

Morgunn - 01.12.1997, Page 53
Þau sjá bókslafwa i litum hverjum níu litsjáendum skynja „1“ sem ljósgrátt, „0“ hvítt, og „U“ gult, yfir í ljósbrúnt. Þýskir og breskir vísindamenn hafa nýlega komist að þeirri niðurstöðu að „litsýn" sé miklu útbreiddari en menn hafa talið hingað til. Ein manneskja af hverjum 1000- 2000 „heyra“ liti og meðal þeirra eru konur þrisvar sinnum fleiri en karlmenn. Þýski sálfræðingurinn Hin- derk Emrich hefur fundið sama litsýnareiginleikann hjá þrem ættliðum í fjölskyldu, sem styður þá kenningu að litsýnar- hæfileiki sé líklega arfgengur. Litsjáendur eru ekki fatlaðir, en þeim finnst þeir einmana þegar þeir segja öðrum frá upp- lifunum sínum og oft hristir fólk höfuðið yfir þeim. En á hinn bóginn fylgja margir kostir litsýnarhæfileikanum. Hinderk Emrich hefur m.a. komist að því að litsjáendur hafi almennt framúrskarandi minni, þegar um er að ræða tölur og bókstafi. Þeir eru oft reikningssnillingar með tengsl við vísindi, á sviðum stærðfræði eða uppfinninga. Aðrir litsjáendur upplifa vissar tilfinningar þegar þeir heyra eða lesa bókstafi. Þetta fólk á auðveldara með að skilja tilfinningar sínar, vegna þess að það, ef svo má segja, upplifir þær á tvöfaldan máta. „Það finnur sig betur heima í huglægu húsi sinu,“ eins og Hinderk Emrich útskýrir það. MORGUNN 51

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.