Morgunn - 01.12.1997, Blaðsíða 54
Þuu sjá bókslafina i litum
Þessi nýja vitneskja hefur gert vísindamenn, sem starfa
við heilarannsóknir, virkilega forvitna.
Bandaríski taugafræðingurinn Richard Cytowic hefur
bent á að það svæði í heilanum, sem stjórnar tilfinningum
okkar, sé sérstaklega virkt hjá litsjáendum. Hann telur að
randkerfið skapi þessa tvöföldu upplifun litsjáendanna.
Þess vegna áiítur hann að randkerfið eigi afgerandi þátt í
því hvernig við upplifum skynjun okkar.
Öfugt við flesta aðra sálfræðinga þá telur Cytowic að
randkerfið sé ekki undir heilaberkinum, hæstþróaða
svæði heilans.
En Emrich er ekki sammála þessu. Hans álit er að litir
og aðrar upplifanir verði til í heilaberkinum. Randkerfið
virki frekar sem nokkurs konar miðstöð, sem tengi saman
tvær upplifanir, t.d. heyrn og sjón.
Emrich telur að sérhver hugsun, sem vaknar hjá manni,
sé samtengd svo kölluðum leiðandi tilfinningatóni.
Þ.e.a.s. að heilinn þýði samtímis sýn okkar og hugsun í
tilfinningar. Hin tilfinningalega hvatning túlkist aftur í
hugsunar- og sjónrænt innihald. Og það eru þessi sam-
skipti fram og tilbaka, sem virðast starfa öðruvísi hjá fólki
með litsýn.
Kannski finnum við líka í randkerfinu lykilinn að höf-
uðstöð allra skynjana.
Vísindamennirnir gera ráð fyrir að öll skynjun fólks fari
fram í einingum sérstakra svæða í heilanum. Samt fáum
við sameinuð áhrif af öllum skynjunum.
Nokkuð áhugavert er það að litsjáendurnir upplifa líka
að sérskynjun þeirra sameinast hinum. Þeir segja ekki:
„Hér er A og það er öðruvísi á litinn.“ „Þeir sjá það sem
heild," segir Emrich. Þess vegna geta rannsóknir á litsýn
52 MORGUNN