Morgunn - 01.12.1997, Blaðsíða 52
Klaus Wilhelm:
Þau sjá bókstafina
í litum
,,Mig langar ekki í þetta
grœna vín. Geturðu ekki
opnað flösku afþessu
bláa? “ segir Eva við
eiginmann sinn. Hún á ekki
við raunverulegan lit
vínsins, heldur þvert á móti,
bragð þess. Það veit maður
hennar og kemur því með
Chardonnay-flösku í staðinn
fyrir Pinot.
Þ:
etta er ekki vegna þess að
hjónin séu í einhverjum
leik, heldur þess að Eva
skynjar í heila sínum bragð vín-
sins, sem lit. Hún hefur þennan
mjög svo sérstæða hæfileika,
sem kalla mætti „litsýn,“
nokkurs konar viðbót við aðra
skynjunareiginleika.
Margir litsjáendur upplifa tónlist
sem flugeldasýningu, öðrum
finnst orð nánast smjúga um
fingur þeirra eins og þau væru olíukennd. Algengasta
form litsýnar er þó það að fólk skynjar ritaða eða talaða
bókstafi sem liti. Bókstafurinn „B“ getur þannig haft
alveg sérstakan lit í augum litsjáanda, hvernig svo sem
hann heyrir eða les stafinn.
A því augnabliki sem hugsunin um bókstafinn verður til
á hugsviðinu, birtist liturinn sjálfkrafa, einstaka sinnum
sem rauður hringur eða blár ferningur.
Skynjun ákveðinna orða eða bókstafa er mismunandi
eftir einstaklingum, en nokkrir skynja á sama hátt.
Rannsóknir, sem framkvæmdar voru af breska vísinda-
manninum Simon Baron-Cohen, hafa sýnt að átta af
50 MORGUNN