Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 9
Viðar]
A skeiðsenda.
Eftir Jakob Kristinsson.
Við erum stödd á skeiðsenda, kona mín og ég. Og það
er gamall og góður siður ferðamanna, að stíga af baki að
loknum spretti, láta klárana blása, rœðast við um ferðina
og líta yfir skeiðflötinn, sem lagður var undir fót. Við
stöldrum við að dœmi þeirra. En skeiðið okkar var nú
reyndar ekki runnið af sviffráum fákum í einni svipan,
heldur fetað á seinagangi tímans hin síðustu tíu ár.-
Hlýleg húsaþyrping, hvít og rauð, í skjóli tveggja ása,
votn og víðimóar, mýrar og marglitt lyng, þungbrýn fell
1 óllum litbrigðum blámans, í skipulegum röðum við flat-
arvítt, skolgrátt fljót; í suðurátt oddhvassir tindar, bungu-
breiður háls og einstakur bergrisi, snivinn snævi, en í
norðri sœbrött fjöll, vogalaus, innbjúg strönd og opið haf
— þetta er ramminn um skeiðið okkar síðasta áratug.
Fjarlœgðin hefir nú fœrt þetta umhverfi í kaf, en árin
hafa grafið það inn í hugann og lyngflákar þess og lit-
brigði hafa blandað við okkur blóði og orðið okkur kær
ásamt samferðamönnum, er við kynntumst þarna.
Og hugurinn reikar víða og svipast um gengin spor.
Sumarkvöld eitt fyrir 10 árum komum við að Eiðum,
til þess að taka við forstöðu skólans og gerast kennarar
þar. Hvorugt okkar hafði áður haft forstöðu heimilis með
höndum, hvorugt fengizt við kennslu — því að nokkurra
vikna tilraun mína við barnakennslu, þegar ég var ung-
lingur, tel ég ekki. Kona mín hafði verið langdvólum er-
lendis, farfugl margra landa, ég hálfgildis munkur, horf-