Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 37
VicJarj VERKNÁMIÐ VIÐ HÉRAÐSSKÓLANA 35
sem ætlazt er til að komi. Einkenni héraðsskóla'aganna
eru, hve rúm þau eru. Hverjum skóla er ætlað að geta
starfað og þroskazt á þann veg, og í þá átt, sem bezt á
við á hverjum stað, eftir kröfum og þörf þeirra, sem hann
sækja, kennaraliði og öllum aðstæðum. Þetta er og tví-
mælalaust rétt. Það eykur fjölbreytni skólanna, og gerir
nemendum mögulegt að finna, við einhvern þeirra, það
kennsluform og þær námsgreinar, sem hann kýs helzt og
bezt eiga við hann. Þó skólarnir heiti héraðsskólar, eru
þeir í raun og veru landsskólar, því hvern þeirra sækja
nemendur víðsvegar að af landinu, og því hefir í raun og
veru hver æskumaður um marga skóla að velja, með
töluvert mismunandi starfsaðferðum, þó að allir stefni
þeir að einu og sama marki, því marki að gera nemend-
urna að nýtum þjóðfélagsborgurum, með því að veita
þeim fjölbreytt nám, starf og íþróttaiðkanir.
Sú breyting, sem gerð verður á héraðsskólalögunum,
má því ekki skerða þetta frjálsræði skólanna um að
starfa á þann hátt, sem bezt á við á hverjum stað og
hverjum tíma. Auðvitað verða lögin að ákveða, hvert
stefna beri og hvernig, í aðalatriðum, en að öðru 'eyti
þarf skólunum að vera frjálst að ráða, hvernig þeir full-
nægi þeim kröfum um fræðslu, sem til þeirra eru gerðar.
Og kröíurnar, sem gerðar eru til héraðsskólanna í þeim
efnum, eru miklar og eiga að vera það. íslenzka, tvö til
þrjú erlend mál, saga, reikningur, bókfærsla, náttúru-
fræði, heilsufræði, eðlisfræði, landafræði og félagsfræði
eru allt námsgreinir, sem nemendur vilja fá fræðslu í.
Um þörf söngkennslu efast enginn, og sund, leikfimi og
fleiri íþróttagreinir eru taldar sjálfsagðar, og kröfur um
fjölbreytt, verklegt nám fara stöðugt vaxandi og með
réttu.
En það er áhyggjuefni þeirra, sem við héraðsskólana
starfa, hvernig megi ful'nægja öllum sanngjörnum kröf-
um, svo að gagn verði í. Ekki fyrst og fremst það, hvernig
fyrir fjárhagslegu hliðinni verði séð, því þótt þeim sé
3*