Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 11
Viðar]
Á SKEIÐSENDA
9
námsferil áttu, er engan bar skugga á. Þetta varð til þess,
að við reyndum að forðast gagnslausar áhyggjur og að
örvænta hvergi um nokkurn árangur, heldur nutum á-
nægjunnar sem bezt, þegar allt gekk að óskum. Og ó-
blandnar ánægjustundir í flokki Eiðamanna voru harla
margar og nálega óslitnar síðustu skólaár.
Við höfðum vilja á því, að skilja æskuna fremur en
ásaka hana um orðinn hlut, orna henni fremur en ógna,
ef eitthvað bar út af. Sú viðleitni var sjaldan unnin fyrir
gýg. Um námsárangur fór ýmislega, eins og gengur. Allt
af stunduðu margir námið af alúð og áhuga, en flest-
ir þó síðustu árin. En samt held ég, að við höfum lært
meira af nemöndum en þeir af okkur. Enda ætti það svo
að vera; því að við höfum í rauninni verið á 10 ára náms-
skeiði í Eiðaskóla. Og þar lœrðum við að skilja œskuna
betur en áður og að unna henni meir. Það er kannske
dýrmœtasti auðurinn, sem við berum þaðan á braut.
Við höfðum ekki œtlað okkur að skiljast fyrr við skól-
ann en hann œtti sundlaug og nýjan íþróttasal. En heyrn-
ardeyfan tók í taumana, svo við gátum ekki beðið lengur.
En það er gott að kveðja skólann nú. Hann er í höndum
ágœtra manna, gengi hans virðist í vexti, gatan framund-
an greið. Rafmagn er fengið, skógargirðing hafin, sund-
laug og íþróttasalur í vændum næsta ár, endurvarpsstöð
reist. Hún er stór vegsauki fyrir staðinn. Og hún getur
flestum eða öllum hlutum fremur veitt skólanum fulltingi
til að gera garðinn frægan. Margt bendir á, að öndvegisár
skólans séu að hefjast.
Tíu ára skeiðinu okkar er nú lokið, og við höldum áfram
til næsta áfanga og nýrra viðfangsefna. Við höfum
skyggnst um öxl, dreyið á fátt, en látum þó hér við lenda.