Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 129
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. 127
Stjórn skólans og starfsfólk.
Kennarar eru þeir sömu og undanfarið. Skólastjóri Björn Quð-
mundsson, aðalkennari sr. Eiríkur J. Eiríksson, íþróttakennari
Viggó Nathanaelsson, handavinnukennari Hólmfr. Kritinsdóttir og
söngkennari Haukur Kristinsson.
Ráðskona mötuneytisins var Þorbjörg Hallsdóttir og henni til að-
stoðar Elín Hallsdóttir og Guðrún Gísladóttir, er einnig hafði um-
sjón með þjónustubrögðum nemendanna.
Af nemenda hálfu höfðu umsjónarstörf á höndum:
Guðbergur Finnbogason aðalumsjónarm. Óskar Guðmundsson og
Jónína Jónsdóttir höfðu umsjón með ræstingu allri og hreinlæti.
Magnús Einarsson og Laufey Guðjónsdóttir voru meðstjórnendur.
Auk þessa voru nemendum falin ýms trúnaðarstörf, umsjón með
skíðum skólans o. fl.
Námið og tilhögun þess.
Tilhögun kennslunnar var sviptið og verið hefir undanfarna vetur:
fyrirlestrar, samtöl, yfirheyrslur, skiflegar og verklegar úrlausnir.
Námsefnið skiptist þannig á kennarana: Björn Guðmundsson
kenndi réttritun og bókband í e. d., málfræði og reikning í y. d. og
í báðum deildum heilsufræði, þjóðskipulagsfr., jurta- og jarðeðlisfr.,
framsögn, lestur og ensku. Alls 24 st. á viku.
Síra Eiríkur Eiríksson kenndi reikning og málfræði í e. d., réttrit-
un í y. d. og í báðum deildum bókmenntasögu, föðurlandssögu,
mannkynss., landafr. og dönsku. Alls 21 st. á viku.
Viggó Nathanaelsson kenndi sund og leikfimi í b. d. skólans,
handavinnu piltum í y. d., glímu og hafði umsjón með útivist. Alls
15 st. á viku.
Hólmfríður Kristinsdóttir kenndi stúlkum handavinnu, hvítan og
mislitan skrautsaum, fatasaum, leðuriðnað, flos og að mála í dúka.
Alls 12 st. á viku meiri hluta vetrarins.
Haukur Kristinsson kenndi söng 2 st. á viku.
Á degi hverjum eru ætlaðar 3 stundir til undirbúningsnáms. Eru
þá skólastofurnar hljóðir lestrarsalir, þar sem hver situr við sína
vinnu undir umsjón kennara. Hafði síra Eiríkur það starf að mestu
leyti.
Námsgreinar, hækur og stundafjöldi.
Sameiginlegt nám var i þessum greinum: Bókmenntir, 4 st. á viku.
Farið yfir bókmenntasögu frá 1400 til nútímans í fyrirlestrum. Einni
stund varið til að rifja upp aðalefni hvers fyrirlesturs, með yfir-
heyrslu og viðtali. Bók Nordals notuð við kennsluna. Lesin og skýrð