Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 62
60
SVEITASKÓLARNIR OQ ÞJÓÐMINJARNAR [Vióar
sem fyrir hendi voru, og átti því hvergi hliðstæður. Húsa-
kynnin setja svo mikinn svip á daglegt líf manna, að ekki
er hægt að fá glögga mynd af lífi nokkurrar þjóðar á
neinum tíma nema hafa fulla þekkingu á þeim.
Eftir síðustu aldamót hófst steinöld hin nýja hér á
landi, og féll þá sú alda yfir byggðir landsins, sem skol-
að hefir svo að segja öllum gömlu bæjunum burtu. Fyrir
einum áratug var enn nokkuð af þeim uppistandandi, og
þá skoraði ég á nemendur mína að bjarga því, sem bjarg-
að varð: ábyggilegri vissu um það, hvernig bæirnir hefðu
verið. Þetta átti að gerast með því að gera uppdrátt af
bæjunum, grunnflöt, er sýndi stærð og skipun húsanna,
og að minnsta kosti mynd af framhliðinni. Lýsing hús-
anna skyldi fylgja, um hæð þeirra, byggingarefni, hver
hús væru þiljuð, um stærð og skipun glugga, hve mikill
hluti veggjanna væri hlaðinn úr grjóti o. s. frv. Eins og
ég hefi þegar getið um, var þetta eins og að tala við stein-
inn. Ég veit ekki til, að uppdráttur hafi verið gerður af
neinum þeim torfbæ hér í sýslunni, sem þá var til. Og nú
eru þeir að heita má allir horfnir. Auðvitað átti ég að
fara um og framkvæma verkið sjálfur, en ég gerði það
ekki. Ég sé eftir því, en það er seint að iðrast eftir dauð-
ann. Enn eru þó sjálfsagt víðsvegar um landið til „gamlir
bæir“, lítið eða ekki skaddaðir, og margir eru svo nýlega
fallnir, að húsaskipun og stærð er enn í fersku minni. Hér
er því enn nokkrum leifum að bjarga. Vilja nú ekki kenn-
arar héraðs- og búnaðarskólanna taka málið í sínar hend-
ur, og ekki láta lenda við orðin tóm? Ég beini þessu sér-
staklega til þeirra, sem kenna sögu, búnaðarsaga þar með
talin. Ég hefi orðið þess var, að á síðustu árum er að
vakna meðvitund um það hjá einstöku manni, að hér sé
eitthvað að glatast. Það er talað um að „halda við“ ein-
hverjum stórum bæ í gamla stílnum af hálfu „hins opin-
bera“, þótt ég hafi ekki orðið þess var, að neinar varnar-
ráðstafanir hafi verið gerðar gegn því, að tímans tönn
eyðileggi þann bæ hér í grenndinni, sem til þessa hefir