Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 73
Vlðar]
GIMSTEINADJÁSNIÐ
71
þessu ef — „ef við værum rík, þá hefði ég viljað eignast
hana, hún er það eina, sem mig langar til að eignast11.
Seinna varð hún „brjóstnálin mín“, af því enginn
keypti hana, hún fékk á nælunni einskonar eignarrétt.
„Sjáðu, brjóstnálin mín er kyrr ennþá og bíður eftir mér“
—og hún beygði -sig niður að fiðrildinu sínu ástúðlega og
yfirgaf það með litlum, mjög litlum söknuði, því verðið
var efnum okkar meir en ofvaxið. Seinna, þegar hún
hætti að ganga úti, töluðum við ekki framar um brjóst-
nálina, en ég hafði veitt því athygli, að hún mundi eftir
henni, fannst hún flökta fyrir hugarsjónum hennar, þegar
hún hreyfði við smámunum sínum.
Bráðum átti hún afmæli, og ég var að hugsa um, hvað
ég ætti að gefa henni, oftast datt mér brjóstnálin í hug,
en alls ekki í alvöru, heldur sem ósk, hún var alltof dýr,
heils árs tekjur hefðu varla nægt fyrir hana, og ég braut
heilann til þess að finna eitthvað, sem líktist henni og var
viðráðanlegt. Þá datt mér í hug, að ef ég gæti keypt næl-
una, þá gæfi það henni vissu um, að ég tryði á bata henn-
ar, án nokkurs efa; svona riddaralega flónsku gat enginn
gert, nema hann héldi að hún leiddi til varanlegrar gleði.
Það átti að gefa bjartsýni í stað ótta, huggun og von. Eg
fékk peningana að láni, síðan fór ég og keypti brjóstnál-
ina eins fljótt og ég gat.
Morguninn, sem hún fékk hana! aldrei hafði hún verið
svo glöð. Hún hafði verið döpur nokkra daga á undan,
með þann grun, að þetta væri síðasta árið, hvað ég skildi
naæta vel. Hún hafði jafnvel grátið við barm minn á
kvöldin og þakkað fyrir liðna tímann, ekki látið huggast,
en tekið þó öllu með brestandi þolgæði og daufu, veiku
brosi.
Svo fékk hún gjöf mína um morguninn strax, og hún
vaknaði. Það var enn ljós í herberginu. Ég smeygði litlu
hylki í hönd hennar og sagði eitthvað. Svipurinn hennar
þá! Milt bros fyrst, svo sagði hún: „skartgripur handa