Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 106
104
RÖDD ÚR DJÚPINU
[Viðar
eftir, að ég svaraði einhverju. En hvað gat ég sagt af því,
sem mér bjó í brjósti, í hinni fagnandi hugaræsingu? Við
virtum hvorn annan fyrir okkur; og skildum hvorn ann-
an. Og það var nóg.
Fyrsta vorskipið var þegar svo nærri, að við heyrðum
brakið í ísnum, sem kvarnaðist undan hinum heljarþunga
kinnung þess. Á dimmum himninum brann yndisfögur
vorstjarna. Og kom ekki þarna með golunni eins og harp-
eiskennd angan frá rimlagirðingunum handan við víkina.
Furðulegt, að ég skyldi geta séð og heyrt slík undur!
— Héðan í frá, hugsaði ég fagnandi, héðan í frá. .. . allt
frá þessari stundu munu göfgustu þættir sálar minnar
skapa eitthvað nýtt. Ég gerði mér ekki grein fyrir, hvað
það var. Ég varð að gefa mér tíma til þess, að leggja mál-
ið niður fyrir mér.
Hákan Puro tók ofan og fór. Hann hafði vaxtarlag í-
þróttamanns og mjúkar og léttilegar hreyfingar fimleika-
mannsins. Stálþræðirnir undraverðu eldast ekki, og enni,
sem er umgerð heilbrigðra hugsana, þarf ekki að hrukk-
ast.
En ég stóð enn lengi í sömu sporum.Og ég skýrði með
sjálfum mér þá heimsmynd, sem augu mín höfðu opnazt
fyrir á þessum degi.
Hver er ég? Er ég yfirleitt til? Þeir, sem þekkja mig,
segja það. En aðrir vita ekkert um mig. Ef svo verkast
vill, verður dauða míns einhverntíma getið í blöðunum.. .
með tveimur smáleturslínum. Einhver les það ef til vill,
en gleymir þeim á næsta andartaki. Það hrellir mig þess
vegna ekki, þótt fólk skaprauni mér eða hæðist að mér...
ég segi fyrir mig, engan annan. En ég get orðið hamstola
af reiði, ef ég er beittur órétti. Skiptir það nokkru máli?
Já, fyrir mig. Því að ég get líka liðið og glaðzt. Einnig ég
get fundið til þess, sem snertir mig einan.
Ég er þannig til. Maður, einstaklingur. Og þennan boð-
skap skal ég básúna, svo að allur heimur megi heyra. ...
vegna sjálfs mín og allra þeirra, sem, eins og ég, ráfa