Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 70
68 GIMSTEINADJÁSNÍÐ [Viðar
hennar. Henni veitti ekki örðugt að stíga upp og yfirgefa
jarðlífið, líkt og þegar múhameðsmaður dregur skóna af
fótum sér og stígur yfir þröskuldinn inn í musterið, og er
sá sami eftir sem áður. En nú var ég kominn til sögunnar
og gerði allt örðugra til úrlausnar og skilnings. Ekki hafði
ég reynt að draga úr trú hennar, það er í meira lagi óvar-
legt að hreyfa við ódauðleikahugsuninni, því viðkvæm-
asta og fínasta í manninum — aldrei hefði ég gert henni
það! En hún vissi, að ég trúði ekki sem hún, og það gerði
hana reikandi, rændi hana hugrekki.
Viðræðurnar urðu átakanlega stuttar, hugsanir, sem
rákust á hindranir, hnígandi, flöktandi, nístandi grunur
um þann vegg, sem umlykur oss hvern og einn, þó að vér
teljum oss gefa allt vort ég og leyna engu. Orð, sem hnigu
þegjandi, tillit, sem leituðu hvors annars kvíðandi og
fundust.....? En við fundum, að svona hefði það ekki
átt að vera. í þessu var falinn flótti frá sannleikanum.
Hún sat stundum við slaghörpuna og tónarnir kliðuðu
undan fingrum hennar, allt í einu flugu þeir burt og
komu ekki aftur, villtust í köldum geimnum, kveinuðu
veikir og villtir í fjarlægð — og hún leit myrkum augum
til mín.
„Eftir dauðann“, sagði hún í áframhaldi af einhverju,
sem við vorum að tala um dag nokkurn á undan, svo að
sjálf vendingin í þá átt sýndi, að óleyst vandamál hafði
síðan vakað fyrir henni — „eftir dauðann, hvernig held-
ur þú, að verði þá“?
„Það er ekki hægt að segja, yfir það ná engin orð,
stundum læðist að manni grunur, maður telur sig hafa
skilið eitthvað, fundið, hvernig eigið ég stækkar, klökkn-
ar og hitnar innst inni, og maður skilur, að snjókornið
deyr ekki sem vatnsdropi, missir aðeins form sitt og glitr-
ar í sólskini. Þetta er ekki hægt að segja, það verður að
koma frá manni sjálfum. Hugtakið eilífð, ef þá er hægt
að kalla það hugtak, sem ekki verður skilið né skýrt, er
aðeins grunnur. Eilífðin útilokar persónuleika en þarf þó