Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 89
Viðar]
ÞRÍR STÍLAR
87
falla einhverjir molar, sem þeim gæti orðið mikils virði.
Þeir leita sér hælis inni í holum og undir smáborðum, þar
sem kuldinn nær ekki eins föstum tökum á litlu, veik-
byggðu líkömunum þeirra og fela sig forsjóninni og óviss-
unni á vald.
Það vekur álíka tilfinningar og hugsanir hjá mönnum,
að sjá fyrsta snjóinn falla. Sumum veldur það áhyggju
og kvíða. Þeir hafa, einhverra hluta vegna, ekki haft
tækifæri til að búa sig undir komu vetrarins eins og þörf
hefði verið á. Sumarið hefir máske ekki komið þeim að
fullum notum, annaðhvort vegna óhagstæðrar veðráttu,
eða þá að atvinnan hefir brugðizt þeim. Og oft hefir verið
háð barátta við fátækt og örbirgð, á veturna, hér í ís-
lenzkum dölum og kauptúnum. Hún hefir máske verið
háð í kyrþey, því margir eru dulir og bera ekki utan á
sér tilfinningar sínar, en ætli það hafi ekki oft margir for-
eldrarnir beðið í hljóði og haft andvökunætur, vegna þess
kannske, að búrið var að tæmast og lítið til að bæta úr
með, eða þau áttu ekki eldsneyti í ofninn sinn, til að ylja
upp með, þegar kuldinn smaug meðaumkunarlaus inn i
hvert skot og frostið málaði kuldalegar rósir á gluggann.
Og oft hefir líka reynt á karlmennsku og þrek einstakra
manna í baráttunni við hin hörðu og grimmu náttúruöfl,
því að vetrarferðir yfir fjöll og heiðar hafa verið erfiðar
og hættulegar, þótt þær hafi aukið á kjark og stælt. kraft-
ana.
En veturinn á einnig sína fegurð og tignarleik. Það er
oft tilkomumikið að virða fyrir sér umhverfið og drekka
í sig náttúrufegurðina á tunglskinsbjörtu vetrarkvöldi, eða
þegar stjörnurnar glitra skærast og norðurljósin bylgjast
um himinhvolfið. — Allt í kring liggur fannhvít snjó-
breiðan eins og perluskreytt brúðarlín í tunglskininu.
Og hver skyldi heyra storminn næða, eða gefa gaum að
myrkrinu og kuldanum úti fyrir, sem hefir tekið sér bók
í hönd, eftir erfiði og annir dagsins. Eða, eins og áður var
siður, en nú er því miður að leggjast niður, þegar heim-