Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 22
20
APAR OG MENN
[Viðar
an brekku. Ekki er það heldur eftirbreytnisvert líf kyn-
blendinganna í myrkviðum Amazondalsins.
Hver og einn verður að sníða sér stakk -eftir vexti og
umhverfi. í því efni má fjölmargt af öpum læra. Þeir lifa
í fyllsta samræmi við umhverfið. Skemmtilegt er fjör
þeirra og fimi. Frásagnirnar af þeim flytja með sér hing-
að norður töfrasvip af þessum sí-grænu löndum og und-
ursamlegu æfintýraskógum.
En ísland er ekkert apamannaland með sí-græn aldin-
tré. Það er land sérstæðra afla og sérstæðrar fegurðar. E.
t. v. mætti segja, að það væri land persónuleikans.
Ibúar þess eru líka einstaklingshyggjumenn. Apalíf og
apaskapur hefir litlum tökum á þeim náð. Á þá hefir
sköpunarstarf elds og íss sett merki sín. Þeir hafa vaxið,
blómgast og hnigið með björkinni, sem sprengir brum-
knappana sína á vorin, sendir vaxtarsafa upp í efstu
greinar og fellir visnuð blöð í laufvindunum.
Og það sem bezt er, ég held, að þeir beri í brjósti önn-
ur og stærri verðmæti en þau, sem bundin eru við óskir
um fullnægju lífsþæginda — án þess ég vilji draga á
neinn hátt úr mikilvægi þeirra.
Beztu skáld okkar og listamenn hafa sýnt okkúr inn í
þá vorheima íslenzkra átthaga, sem bjarmi stafar frá. Þau
hafa sýnt, að alls staðar, jafnt í hreysi sem höll, búa
menn, konur og karlar, sem þrá allir eitt og hið sama:
fyllra líf. Allir menn búa raunverulega yfir einni og
sömu þrá. Fæstir fá henni nokkru sinni fullnægt. Með
öðrum orðum: Þeir þrá meiri og jegurri hluti en þeir geta
öðlast, af því þeir eru miklir, en ná aldrei því fegursta,
sem þá dreymir um, af því þeir eru vanmegnugir. —
Þetta kann að virðast sorglegur veruleiki. Fátt sýnir þó
tign og mikilleik mannsins betur en hann.
Mennirnir þrá raunverulega meiri og fegurri hluti, en
þeir geta öðlast. Þessi þrá er sameiginleg eign þeirra allra.
Og hún göfgar mennina. Öll heztu störf þeirra eru bundin
viðleitninni að fullnœga henni. Það er hún sem hjálpar