Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 126
124
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓ.LASKÝRSLUM M. M. [Viöar
Skólalíf.
Skólareglur og skipulag var um flest. óbreytt.
Tvö félög störfuðu í skólanum, »Laugamannafélagið«, er sá um
almennt félagslíf, og tóbaksbindindisfélag. Á málfundum hafa und-
anfarin ár hvorki verið rædd stjórnmál né trúmál. — Eitt kveld var
minnzt 5 Þingeyinga, er myndir þeirra, lágmyndir úr gipsi, gerðar
af Ríkarði Jónssyni, eru í eigu eða varðveizlu skólans. Eru það
Benedikt frá Auðnum, Jónas Jónsson, Sigurður Jónsson (Yztafelli),
Ingólfur Bjarnarson og Guðnnindur Friðjónsson. Tvær myndanna
eru gjafir til skólans, frá Jóni Sigurðssyni, Yztafelli (S. J.) og.Jónasi
Jónssyni alþm. (I. B.). Von er til, að þessi vísir að safni af mynd-
um merkra Þingeyinga eigi nokkurn vöxt fyrir sér. — Voru flutt er-
indi um hvern þessara manna, tvö þeirra af Karli Kristjánssyni odd-
vita á Húsavik. — Sr. Friðrik A. Friðriksson talaði í skólanum við
ýmisleg tækifæri, og Jón Sigurðsson, Yztafelli, flutti einn fyrirlesíur.
Sanikoma fyrir almenning var engin haldin vegna veikindahættu.
Heimboð það til Akureyrar, er í fyrra varð eigi þegið (sjá síðustu
skólaskýrslu), var nú itrekað af Sigurði Guðnnindssyni skólameist-
ara, og var sú för nú farin seint í marzmánuði, á 5 bifreiðum og tók
sólarhring. Viðtökur hjá Menntaskólanum og Kaupfélagi Eyfirðinga
voru hinar rausnarlegustu. Meðal annars voru skoðuð verzlunarhús og
verksmiðjur kaupfélagsins og S. L S. Verður förin minnisstæð. —
Farin var og skemmtiferð að hverunum í Reykjahverfi; launaði Yzti-
hver (Baðstofuhver) dálitla sápugjöf með all-miklu gosi þrátt fyrir
óhagstætt veður. Þá voru og farnar nokkrar gönguferðir’um ná-
grennið. —
Skólanum eru send flestöll íslenzk blöð, og hafa nemendur að-
gang að þeim.
Heilsufar var alls eigi sem skyldi. Þegar hefur verið getið þess,
sem mest var. En því næst er að nefna skarlatssótt, er væntanlega
barst í skólann frá Húsavík, þar sem hún hafði gengið áður, þó að
eigi væri það kunnugt aðstandendum skólans né almenningi í hér-
aðinu. — Var í samráði við héraðslækni beitt sent fyilstum vörnum
gegn frekari útbreiðslu innan skólans, frá honum og til hans. 7
nemendur tóku veikina í skólanum, svo að fullvíst teldist, og auk
þess veiktust 2 starfsmenn hans. Veikin var yfirleitt væg, og án illra
eftirkasta. Frátafir nemenda þessara við námið urðu mun minni en
ella vegna þess, að legu- og einangrunartími flestra tók yfir jóla-
leyfið. Allt fólk á staðnum hafði með sér sjúkrasamlag.
Nemendur allir nema 4 og meiri hluti kennaraliðs var i mötuneyti
skólans. Dagfæðiskostnaður — hreinlætisvörur og ljós í íbúðum með-
reiknað — varð kr. 1,40 fyrir karla og kr. 1,12 fyrir konur. Nem-
endur vinna eigi að eldhússtörftim.