Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 20
18
APAR 00 MENN
[Viðar
einmitt lifaS vegna þessara ógna og andstæða, en ekki
þrátt fyrir þær.
Og ef svo er, þá þurfum við ekki að harma afskekkta
legu landsins, heldur þakka forsjóninni — eða þá eldgos-
unum fyrir hana. Við getum þakkað fyrir kyrrð klaustr-
anna og sérgáfur munkanna, sem sögurnar rituðu. Við
getum jafnvel látið okkur vel líka ímyndunaraflið og hjá-
trúna, sem bjó til æfintýri af hamratröllum, sjóskrímslum
og finngálknum — eða jafnvel fjandanum sjálfum í flugu-
líki, af því þau eiga sér engan líka.-------------
Þegar alheimsáhrifin flæða yfir löndin og ætla að
drékkja öllu þjóðlegu í flóðu sínu, er réttur tími til skiln-
ings á gildi þess að vera menningarlega sjálfstæður.
Því hraðinn vex og vélarnar eflast. Og þessvegna eru
mennirnir að verða hver öðrum háðari en nokkru sinni
fyrr. En þó er það einn þátturinn í framvindu nútímans
að einangra mennina fyrir sérhæfigu og svifta þá fótfestu.
Ein syndin býður þannig annari heim. í stað landafrœði-
legrar einangrunar er nú komin einangrun verkaskipt-
ingarinnar og atvinnuleysisins. Og nútímamennirnir
breyta eftir boðum vélarinnar, eins og aparnir í trjánum
semja sig að siðum ferðamannsins í sínu frumstæða' hugs-
unarleysi. Hér sannast orð St. G. St. á nútímamönnum:
Því ráfa nú apar um óræktarskóga,
en urðu ekki menn.
Og hraðinn vex. Því lífshættir og athafnir manna eru
öll miðuð við aukinn hraða og sérhœfingu fyrir aukinn
hraða og aukna framleiðslu.
En það sem mestu skiptir, er ekki aukinn hraði, heldur
stefnuföst þróun. Við þörfnumst ekki aukinnar fram-
leiðslu heldur betri framleiðslu. Takmark mannsins er
ekki eftiröpun, heldur rótfesta persónuleikans. Ekki lær-
dómur, heldur sannmenntun, ekki að sýnast, heldur að
vera menn.
Höfuðeinkenni meinsemdanna eru tvö: eftirhermuskap-