Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 12
[Viðar
Apar og menn.
Eftir ÞórodcL Guðmundsson frá Sandi.
Og aldrei varð kynstofn sá fær eða fermur,
seni flaðrar við spjátrungsins eftirhermur
um ómunatima og enn. —
Því ráfa nú apar um óræktarskóga,
en urðu ekki menn.
St. G. St.
Austur á Indlandseyjum, þar sem alltaf er sól og sumar
og akrar vaxa sjálfsánir, eiga heima svo nefndir Órang-
útan apar. Þeir eru nefndir skógarmenn öðru nafni, og
eru frægir fyrir það, að þeir líkjast mönnum, mest allra
dýra. Þeir eru meiri vexti en Malajarnir á þessum eyjum,
rammir að afli og fljótari að bera sig um í limi trjánna
en menn á harða hlaupi á sléttum velli. Þeir lifa villilífi
og neyta ávaxta aldinskóganna.
Þarna hafa fundist leifar frumstæðustu manna. Af því
draga sumir fræðimenn þá ályktun, að þar hafi vagga
mannkynsins staðið. Hámenntaðir Vésturlandabúar með
En öðru hvoru munum við rekja sundur skikkju minning-
anna, líkt og Helga gerði Þorsteinsdóttir frá Borg. Og við
þá skoðun mun okkur jafnan verða hlýtt í hug. Því að vel
vitum við nú, að gott eitt höfðum við af öllu, sem gerðist
og við tókum þátt í á þessu langa námsskeiði: árekstrum,
gremju, ástúð, samstarfi, áhuga, gleði og ótal lexíum, sem
við urðum að nema. Og við vonum, að allir þátttakendur
hafi líkt af sér að segja.
Svo höldum við í vestur, móti dagslokum, um leið og
við sendum kœra kveðju til allra, sem við kynntumst í
hvítu og rauðu húsaþyrpingunni bak við ásinn,