Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 29
Viðar]
AÐ SJÁ TIL LANDS
27
síður, þurfi að ýta við tilfinningalífi þess, svo að viljinn
vakni og löngun til þess að eignast eitthvað til að lifa
fyrir, annað en einberan hégómann. „Heitar tilfinningar
eru skilyrði fyrir sterkum vilja, en viljinn skapar mann-
inn“, segir merkur uppeldisfræðingur. — Víst er um það,
að slappleikinn og áhugaleysið er allt of áberandi í þjóð-
lífi okkar. Og gleðin yfir lífinu og starfinu er svo sem
ekki neitt yfirfljótanleg heldur.
Þó hafa menn aldrei verið barmafyllri af lærdómi og
þekkingu en nú, og áreiðanlega hefir þjóðin, sem heild,
aldrei átt við jafn góðan húsakost að búa, né fatnað og
fæðu. Hvað vantar? — Sjálfsagt margt og mikið. — En
fyrst og fremst sterka trú, trú á allt það, er við nefnum
líf og starf og eilíft gildi þess. Ekki sem varafleipur, held-
ur greipta í hug og hjarta.
Við þyrftum, allir uppalendur, að eiga einhvern dropa
af því lífsins vatni, er forðum daga var boðið samversku
konunni við. Jakobsbrunninn, og er enn á boðstólum, til
þess að svala þorstlátum sálum æskunnar, og myndi hún
þá áreiðanlega síður leita sér svölunar í gruggugum seyr-
um munaðar og nautna.
Ég játa það hreinskilnislega, að ég óttast afleiðingar
þess uppeldis, er á, sér engan guð og ekkert föðurland og
hefir asklok síngirninnar fyrir himin. Og nú verður mér
hugsað til sr. Magnúsar Helgasonar, og til skólanna á
Núpi og Voss.
Magnús Helgason er tvímælalaust einn hinn mesti trú-
og siðspekingur síðari tíma. Hann varði miklum hluta æfi
sinnar í þágu uppeldismálanna, sá vítt yfir og skyggndist
djúpt. Hann hefir sagt þessi eftirtektarverðu orð í bók
sinni „Uppeldismál“, á bls. 125: „Þó að einstöku menn,
spekingar og mikilmenni, hafi komist hátt í siðgæði án
trúar, þá er sagan ljósasti vottur þess, að yfirleitt hrakar
siðgæðinu undireins og trúin hrörnar. Almenningur má
ekki við því tjóni. Hver þjóð, sem misst hefir trúna, hefir
um leið eða innan skamms látið siðgæði, þrótt og far-