Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 127
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M
125
Umbœtur.
Þær fólust mest í talsverðum lagfæringum innanhúss. Áður hafa
verið nefndir smíðismunir nemenda, er skólinn hlýtur til notkunar.
Töluvert hefur verið keypt og verður keypt í sumar af bókum í safn
skólans; lítið eitt verið gefið. — í skógræktargirðingunni hafa verið
gróðursettar 200 birkiplöntur hvort árið, nú og í fyrra; og nokkru af
hríslum bætt við hjá tjörninni, mest þó i skörð vegna vanhalda. Við
þetta og aðhlynningu eldri hríslna hefur unnið með heimamönnum
allmargt fólk úr næstu sveitum.
Gróðurhús hafa Pálb H. Jórisson og Þorgeir Sveinbjarnarson iátið
byggja á landi skólans, og rekur Páll það í sumar.
Námskeið.
Eftir skólaslit, dagana 18. apríl til 8. maí, voru haldin námskeið í
íþróttum og smíðum. Á íþróttanámskeiðinu var kennt sund, fimleikar,
frjálsar íþróttir, knattleikir og »hjálp i viðlögum«. Kennarar voru
Þorgeir Sveinbjarnarson og Erlingur Davíðsson. Kennari smíðanám-
skeiðsins var Þórhallur Björnsson. Þátttakendur beggja námskeið-
anna voru alls 40. — 8 nemendur skólans, er og tóku þátt í íþrótta-
námskeiðinu, sýndu undir lok þess leikfimi, undir stjórn Þorgeirs
Sveinbjarnarsonar, i Aðaldal, Bárðardal, á Grenivík og Dalvík, á
vegum ungmennafélaganna á þessum stöðvum. Var tekið á móti
flokknum af mikilli gestrisni og vinsemd. Vegna óálitlegs tíðarfars
varð að hætta við fyrirluigaða sýningarför um Norður-Þingeyjar-
sýslti.
Bændanámskeið var haldið að Laugum að tilhlutun skólaráðs með
styrk frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyjarsýslu dagana 18.—21.
april. Fluttir voru margir fyrirlestrar um búnaðarmál o. fl. Nám-
skeiðinu lauk með almennri skemmtisamkomu.
Skólaslit.
Skólanum var slitið 12. apríl. Konráð Erlendsson, sr. Friðrik A.
Friðriksson og skólastjóri héldu ræður.
Nemendur höfðu greiða heimför.
Staddur í Reykjavik 3Ó. júní 1938.
Lciftir Ásgeirsson.