Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 13
Viðar]
APAR OG MENN
11
burstaða skó og strokið hár eru þeirrar skoðunar, að
þarna eystra, þar sem helgisögurnar segja, að aldingarð-
urinn Eden sé — þar hafi aldagamlir forfeður þeirra, og
okkar allra, fyrst lært að kveikja eld. Þeir hættu að
klifra í trjánum, og afkomendur þeirra dreifðust um
löndin „neyttu síns brauðs í sveita síns andlitis“, „jukust
og margfölduðust“ og „uppfylltu jörðina“. En hin ætt-
kvísl þessara tvífætlinga hélt áfram að „ráfa um óræktar-
skóga“. Og hún gerir það enn.
I ódáinslöndum eilífs sumars lifa aparnir sínu áhyggju-
lausa lífi í skjóli trjákrónanna. Þeir búa þar á óðali löngu
liðinna ættfeðra. Fimir eru þeir og fjörugir og standa öðr-
um dýrum ofar að viti. Það er löngu viðui’kennt, að svip-
ur þeirra og manna sé svo mikill, að um náinn skyldleika
geti verið að ræða. Enda telja dýrafræðingar menn og
apa tvær aðal greinar á einum og sama stofni. En þó er
þeirra mikill munur. Mennirnir eru fulltrúar speki og
snilldar á jörðinni og hafa lagt undir sig löndin milli
heimskauta. En aparnir hafa aldrei yfirgefið æskuheim-
kynni aldinskóganna. Þeir geta engin vinnubrögð lært og
aldrei mælt orð frá vörum. Þessvegna líta margir niður á
þessa ættingja og „finnst ljót sú speki, að manna kristið
kyn | sé komið út af heimskum, loðnum öpum“. Fólkið,
sem heimsækir dýragarðana, virðir þá fyrir sér með
undrun og ógeði.
En fæstir láta sér til hugar koma í því sambandi villi-
eðli, hnignun og apaeinkenni, sem grefur um sig víða um
lönd, meðal menntaðra og ómenntaðra borgara nútímans.
Inni í myrkviðum Amazondalsins í Suður-Ameríku lifa
kjmblendingar, sem nefnast Meztísar. Þeir eru afkomend-
ur Indíána og Suður-Evrópubúa. Hér hefir blóðblöndun
hvítra manna og rauðra skapað harðgerðan kynstofn,
sem þolir vel hita og hættur frumskóganna. En þeir eru
engir föðurbetrungar, þessir kynblendingar, því svo er að
sjá, sem ódyggðir Iníána-feðra og hvítra mæðra hafi
margfaldast í afkomendunum. Grimmd þeirra og villi-