Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 76
74
GIMSTEINADJÁSNIÐ
[Viðar
— hvað var þetta, eitthvað, sem stalst á milli, hvar var
ég, hvar var dýrgripurinn?
Ég kallaði og bað um ljós, — líkn að síðustu, fagran
draum að lokum, — en burt með þennan kvíða!
Og ljósin voru tendruð, allir viðstaddir báru inn ljós,
loftið titraði í ljómanum af þessum uppmjóu ljósum.
Þetta var nístandi sárt. — Svona hræðilega bjart, há-
tíðaljós, hvítt, hvítt. Aldrei hafði ég séð neitt svona skært.
En hún Chérie var, eins og áður, róleg og glöð yfir því,
hún skynjaði það óglöggt, hélt, að sjón sín væri orðin
eins og hún átti að sér, og að það væri horfið, ógnandi,
óskiljanlega myrkrið. Hún leit á mig, það var aftur bros
í augunum, þakklátt bros, hún horfði á fiðrildið sitt,
þekkti það og horfði síðan aftur á mig.
Og svo var þessu lokið. Umhverfis mig var birta, skelfi-
leg, kveljandi birta. En hjá henni, — þar var myrkur,
kyrrð — engin þörf lengur fyrir mig að látast, heldur
örvilnast.
Hún hafði þá sofnað, Þyrnirósa mín í æfintýraskógin-
um, með garð kringum sig úr rósum, æfintýrarósum,
hamingjurósum með eilífa sólbirtu sögunnar yfir sér og
allan ótta útlægan, langt utan við þennan töfrafulla stað.
Það var harmi blandin gleði í grát mínum; dauðinn hafði
þá ekki tekið ást mína frá henni, eins og hún óttaðist, og
sem vonir hennar börðust á móti; trú hennar hafði þá
sigrað, því hamingjan var hjá henni á skilnaðarstundinni.
Hvar var hún nú? — Úti í loftinu var vorið, undarlegt vor
yfir bládimmum snjó, grunur um endurnýjaðan tíma,
nýja möguleika, til gleði jafnt og harms, ef til vill eitt-
hvað alveg nýtt. Það datt mér í hug seinna, að nokkrum
tíma liðnum, eftir harðasta áfallið.
Ég lét fiðrildið hennar í kistuna, smeygði því þangað —
það var henni reyndar svo mikils virði, -— nú, nú ljómar
það vissulega í myrkrinu þar.-----------
En ég rek allar slíkar hugsanir á flótta, og ég geng og
teyga létta angurværð vorsins og hugsa um allt það fagra,