Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 81
Viðar] TRÚIN Á MANNINN 79
ar verulega í þá átt, að tryggja hag og gengi einstakra
manna. Samúð og þroski annara manna, menning félaga
þinna, er helzta trygging þín fyrir farsæld og friði. Hugs-
ið ykkur, að við stæðum á svo lágu menningarstigi, að
hver og einn yrði algerlega að sjá um sig sjálfur, enginn
mætti öðrum treysta og allir gætu átt von árásar og of-
beldis, hvenær sem væri og hvaðan sem væri. Slík sjálfs-
hyggja og samkeppni væri auðvitað óttalegt böl.;
Aðstaða hins einstaka verður því aðeins sterk, að það
sé hluti úr heild. Mikil speki er í þessum orðum Einars
Benediktssonar:
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.
Þetta er ekkert sérstakt um manninn. Það er sama hver
dýrategund er tekin. Aðstaða einstaklingsins er því sterk-
ari og tryggari, sem fleiri félagar hans hafa þroska og fé-
lagslund til að standa saman sem einn. Villihesturinn er
hvorki stór né sterkur í samanburði við mörg rándýr
skóganna. En þó verður hann eitthvert sterkasta dýrið
vegna félagslegs þroska síns. Hestarnir berjast hlið
við hlið í fylkingu. Þeir sterkustu mynda skjaldborg
um þá, sem eru minna máttar. Þannig skapa þeir sér ör-
yggi og styrk. Líkt er um spóann. Spóarnir hafa óðara
her úti að verja varplönd sín, ef einhver óvinur kemur í
nánd við hreiður einhvers þeirra. Þannig er alstaðar.
Þeim vegnar bezt, sem hafa samtök sín á milli og þroska
til að verja félagann og það, sem félagans er eins og sig
og sitt eigið.
Þetta er það, sem mestu skiptir um styrk heildarinnar.
Þjóðfélag okkar var auðugt að styrkum höfðingjum og
glæsilegum mönnum meðan það var að liðast í sundur á
Sturlungaöld. Það er ekki víst, að glæsilegir menn myndi
glæsilega þjóð eða sterkir einstaklingar sterkt þjóðfélag.
^að sem skiptir okkur mestu máli, alþýðumennina, eru
félagsböndin, styrkur samtakanna.