Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 42
40
VERKNÁMIÐ VIÐ HÉRAÐSSKÓLANA
[Viðar
hverju marki og þeim má verða að einhverju gagni, en
annað er líka ástæðulaust að kenna, því þar er af nógu að
taka. En taki einhverjir ekki þátt í því námi, sem á hverj-
um tíma er aðalstarf nemendanna, verður að sjá um, að
þeir hafi annað verkefni, sem fyllilega tekur upp tíma
þeirra, því iðjuleysi má ekki líðast í skólum, því það er
þar, eins og annarstaðar, rót alls ills.
En þótt þessi nýbreytni, um sérstök námskeið í ýmsum
verklegum efnum, verði tekin upp, er það ekki fullnægj-
andi. Margt, sem full þörf er á að sinna, verður alls ekki
lært að gagni á stuttu námskeiði. Svo er um tré- og járn-
smíði fyrir pilta og vefnað og allskonar fatasaum fyrir
stúlkur. Það verður aldrei kennt svo að gagni megi verða,
nema með því, að setja upp sérstakar deildir við skólana,
þar sem aðalnám er verklegt og stefnt að því, að þeir,
sem þar ljúka námi, verði færir um að taka að sér þau
störf, er til falla í þeim greinum, sem þar eru kenndar,
á sínu heimili og í sinni sveit. Vel færi á því, að þeir, sem
í þær deildir gengu, hefðu áður stundað almennt nám við
héraðsskólana, en slíkt má þó ekki gera að ófrávíkjanlegri
kröfu. En hins verður að krefjast, að þeir, sem ekki hafa
áður fengið svipaða fræðslu í móðurmálinu og, að minnsta
kosti hvað smiði snertir, í reikningi, og þá, sem veitt er í
héraðsskólunum, stundi nám í þeim greinum samhliða.
Og söng og líkamsíþróttir verða þeir að sjálfsögðu að
stunda til jafns við aðra nemendur skólanna.
Um kostnað, sem af þessum breytingum og viðbótum
leiðir, ætla ég ekki að verða margorður. Það var ekki til-
ætlunin með þessum greinarstúf að leggja fram nokkra
áætlun um það, heldur að benda á, að hverju bæri að
stefna, og hvernig helzt væri hægt, að því er mér virtist,
að fullnægja þeim margbreyttu en réttmætu kröfum, sem
gerðar eru til héraðsskólanna, án þess nokkur námsgrein
væri borin fyrir borð. Þó er það augljóst, og sjálfsagt að
benda á það, að húsakost skólanna verður að auka, ef
þessu á að verða framgengt, og að einnig þarf að kosta