Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 41
Viðar]
• VERKNÁMIÐ VIÐ HÉRAÐSSKÓLANA
39
á þann hátt, að halda verklegt námskeið t. d. mánaðar-
tíma á hverjum vetri í einni eða fleiri greinum. Hafa slík
námskeið ýmsa kosti, svo sem það, að fleiri héraðsskólar
gætu sameinast um að ráða kennara, og væri á þann hátt
auðveldara að fá til þess verulega hæfa menn í hverri
grein. Á meðan slík námskeið stæðu, yrði að fella niður
bóklegt nám að nokkru leyti, og leiddi af því, að breyta
yrði til og taka það nám einnig sem smá námskeið. Þó
yrði áframhald að vera óslitið í íslenzku, erlendum mál-
um, reikningi og íþróttum, en ýmsar aðrar greinir, sem
nú hafa 1—2 tíma á viku, myndu græða á því að taka þær
í meiri heild, þótt tíminn, sem til þeirra væri varið, yrði
styttur. Býst ég við, að jafngóður árangur næðist í náms-
grein, sem nú fær einn tíma á viku, og þannig rúma 20
tíma á vetri, með 12—15 tímum, sem teknir væru á viku
til hálfum mánuði. Væri ekkert. bví t.il fyrirstöðu að
ljúka þá þegar prófi í þeirri námsgrein og geyma úrlausn-
irnar til vors, svo ekki þyrfti að ómaka prófdómendur
oftar en einu sinni samt sem áður.
Með þessu mætti sennilega vinna nokkurn tíma, til þess
að geta aukið verklega námið, án þess að fella niður aðrar
námsgreinir. Einnig virðist engin frágangssök, að lengja
skólatímann nokkuð. Héraðsskólarnir munu hætta störf-
um, sumir í byrjun apríl, en aðrir fyrr eða seinna í þeim
mánuði. Þá mun óvíða vinnu að fá og litlar heimilisannir
í sveitum, svo ekkert sérstakt kallar nemendur burtu úr
skólunum um það leyti. Er því líklegt, að þó nokkur tími
væri tekinn á hverjum vetri, sem sérstaklega væri varið
til verklegs náms, mætti ná jafngóðum árangri í öðrum
greinum með þessum ráðum.
En það er álitamál, hvort gera á að skyldu þátttöku í
því námi, sem fram fer á þeim námskeiðum, sem ég hefi
talað um. Eins og menn eru misvel fallnir til bóklegs
náms, eru sumir ófærir til að nema nokkuð það, sem
handlagni þarf til. Og því þarf ekki að kvíða, að nógir
fáist ekki til að læra það, sem sýnilega stefnir að ein-