Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 138
136
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
Páll Pálsson, kennari og ólafur Einarsson, guðfræðinemi, erindi um
bindindismál.
Nemendur höfðu matarfélag eins og áður. Fæði og hreinlætisvörur
kostuðu á dag fyrir karla kr. 1,41, en kr. 1,18 fyrir stúlkur. — Um
þjónustubrögð og ræstingu sbr. áður.
Farsóttir komu hér engar, og mátti heilsufar yfirleitt teljast mjög
gott.
Námskeið voru tvö. í marz var haldið hér dansnámskeið í félagi
við Ungmennafélag Reykdæla. Stóð það í hálfan mánuð, og tóku all-
ir nemendur og flestir kennarar þátt í því. Kennari var frú Rigmor
Hansson, danskennari. — Eftir að skóla lauk hófst hér sundnáms-
skeið. Þátttakendur voru alls um 75, flestir af Akranesi.
Á sundmóti, sem sundráð Reykjavikur stofnaði til í sundhöll
Reykjavíkur dagana 15.—17. marz, kepptu tveir nemendur: Eðvarð
Færseth keppti í 50 m. sundi, frjálsri aðferð. Synti liann vegalengd-
ina í 30,2 sek. og varð annar. Steingrímur Þórisson keppti í 50 m.
sundi, frjálsri aðferð, fyrir drengi innan 16 ára. Tími hans var 34,6
sek. og varð 2. í röðinni.
Að afloknum vornámsskeiðum hófst hér gistihús-starfsemi, og rek-
ur frú Theódóra Sveinsdóttir hana eins og að undanförnu.
Framkvæmdir.
Auk venjulegs viðhalds skólahússins í vor, svo sem málning ganga
og herbergja o. s. frv., hefir verið ráðizt í allstórfelldar byggingar.
Austurálma skólahússins hefir í sumar verið lengd um 9 m. og fæst
þar mikið og nauðsynlegt húsrými. Viðbyggingin er 4 fullkomnar
hæðir, en efsta hæðin verður þó ekki fullgerð á þessu ári. — Þá er
og ákveðið að byggja í haust i'/nnuskála 16x9 m. með hlutdeild
Reykholtsdalshrepps, enda hafi hreppurinn rétt til aðstöðu til smíða-
náms fyrir nokkra pilta úr hreppnum, samkvæmt þar um gerðum
samningi.
Kristinn Stefánsson.
Fréttir frá Reykholti veturinn 1937—1938.
Eftir Salomon Einarsson.
Það er ætlunin með þessum línum að segja nokkuð frá félagslífinu
í Reykholti á s.i. vetri. Efalaust má telja, að eldri nemendur skólans
hafi áhuga fyrir að fylgjast með þessum málum, því að þeiin er ljóst,
hversu mikils virði sá þáttur skólastarfseminnar getur verið. Sjálf-
sagt eru enn aðrir, sem gjarnan vildu kynnast þessu, þeir, sem hafa
áhuga fyrir héraðsskólamálum yfirleitt,