Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 99
Viðar]
RÖDD ÚR DJÚPINU
97
fimmtán ár, sem ég hefi þekkt hann. Það er mjög undar-
legt. Hann hefir vaxtarlag íþróttamanns, og hinar mjúku
hreyfingar hans minna á fimleikamann. Það getur ómögu-
lega átt sér stað, að hann sé munaðarseggur, en samt sem
áður dettur mér það alltaf í hug, þegar ég sé hann. „Dor-
ian Gray!“ hugsa ég. Ætli það sé vegna augnanna, augna-
ráðsins.
Hann er búinn að draga að sér athygli mína í mörg ár.
Stundum, þegar ég mæti honum á götu, sný ég við og elti
hann. En ég sé hann aðeins ganga.... ganga.... ganga.
Ekkert annað. Svo fer hann heim til sín og lokar á eftir
sér hurðinni.
A vissum árstíðum hverfur hann úr bænum í einn eða
tvo mánuði. Þessu fer þannig fram tvisvar á ári, en þó
alls ekki ætíð í sama mund. Það væri gaman að vita, hvar
hann dvelur þá. Erlendis, hygg ég, en ég veit það ekki.
Eg veit eiginlega ekkert um hann.
Einhver hefir, ef ég man rétt, fullyrt, að ef menn hugsa
oft um eitthvað, vona eitthvað fastlega, þá verði þeim að
vilja sínum. Ef til vill er það einmitt þessvegna, sem það
bar við, er ég ætla nú að segja frá. Ég uppgötvaði leynd-
armál Hákan Puro,
Eg hafði unnið eins og hestur þennan dag. Drepþunga
erfiðisvinnu. Ég hafði mótað gneistandi, glóandi járn og
stál. Það var mesti annatími ársins í verksmiðjunni. Það
varð ekki betur séð, en að vorið ætlaði að koma snemma,
og hafskipa- og vélbátaeigendurnir væru farnir að reka á
eftir viðgerðinni á fleytum sínum. Atvinnurekendurnir
sáu ekki annan kost vænni en að láta vinna í ákvæðis-
vinnu, því að það er alveg undursamlegt, hversu vinnu-
þrekið vex, þegar hagnaðurinn eykst með afköstunum.
^að er svo gaman að eignast peninga.
Mig verkjaði 'dálítið í vöðvana, þó að þeir séu vanir
vinnu, og það var víst ekki laust við, að ég væri ringlað-
Ur í höfðinu, þegar ég kom heim frá vinnunni þennan
^ag- En þrátt fyrir það fór ég aftur út.... til að hlusta
7