Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 124
122
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Vióar
Landafræði. — 2 st. Kennslubók í landafræði eftir Bjama Sæ-
mundsson, lesið um Island, Norðurlönd og Bretlandseyjar.
Náttúrufræói. — 2. st. Plönturriar eftir Stefán Stefánsson, 2. útg,
íesin öll bókin og endurlesið allt nema um ættirnar.
Heilsufræði. — 2 st. Nokkuð stuðzt við bækur, s. s. Manninn eftir
Bjarna Sæmundsson, en mest lesið fyrir af kennaranum. Ýtarleg
fræðsla var veitt um áhrif áfengis og tóbaks. Einnig var kennd
»hjálp í viðlögum«. All-oft gefnar spurningar til heima-úrlausnar.
Söngfræði. — 1 st. Farið yfir sönfræðiágrip Sigfúsar Einarssonar.
Reikningur. — 4 st. Reikningsbók (blafs Daníelssonar, aftur aö
Jöfnur.
Fornbókmenntir. — 2 st. Lesin Forníslenzk lestrarbók eftir Guðna
Jónsson, aftur að Goðasögur og fornaldarsögur. Lesið og lært all-
margt af vísiint úr Hávamálum, Höfuðlausn og Arinbjarnarkviðu,
tneð skýringum.
Tcikning. — 2 st. Fríhendisteikning.
Smíðar. — 4 flokkar, 4 st. hálfsmánaðarlega hjá hverjum. Sjá síðar.
Saumar og hannyrðir. — 4 st. Sjá síðar.
Leikfimi. — Piltar höfðu 6 st., stúlkur — saman úr b. d. — 4 st.
Sund. — 4 st. Kennt fyrst og fremst bringusund og baksund, en
einnig nokkuð björgun og skriðsund.
Söngur. — Piltar 2 st., stúlkur 2 st., blandaður kór 2 st., saman
úr b. d.
E 1 d r i d e i 1 d.
Istenzka. — Réttritun I st. Notað æfingakver Friðriks Hjartar.
Málfræði 2 st. Notuð íslenzk málfræði eftir Benedikt Björnsson, far-
ið yfir alla bókina, og talsverðu bætt við. Allmikið af skriflegum
greiningum. Ritgerð 1 st., sem í y. d.
Danska. — 4 st. Dönsk lestrarbók eftir Jón ófeigsson og Sigurð
Sigtryggsson, að bls. 225. Lesin málfræðin í I. hefti kennslubókar
Jóns og Jóhannesar. Heimastíll einu sinni á viku.
Enska. — 3 st. Enskunámsbók eftir Geir T. Zoéga, frá 30. kafln
og út bókina. Engar skriflegar æfingar, en nokkrar munnlegar æf'
ingar í að þýða úr íslenzku á enskti. K. Brekke, Ny engelsk læsebok
for middelskolen, lesin aftur á bls. 51.
Islandssaga. — 2 st. Islendingasaga eftir Arnór Sigurjónsson, fra
bls. 272 og út bókina.
Mannkynssaga. — 2 st. Marinkynssaga handa unglingum eftir Þo1'
leif H. Bjarnason, öll bókin.
Landafræði. — 3 st. Kennslubók í landafræði eftir Bjarna S®'
mundsson, bls. 19—125.
Náttúrufræði. — 3 st. (ekki alveg út veturinn). Santa og í y- d-