Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 114
112
FUNDARGJÖRÐ
[Viðar
Formaður félagsins, Kristinn Stefánsson, setti fundinn, bauð
þá kennara, sem ekki voru félagar, velkomna í félagsskapinn og
nefndi til fundarstjóra Konráð Erlendsson.
Þessi mál voru tekin til umræðu:
I. Útgáfa Viðars. — Kristinn Stefánsson reifaði málið. Ritstjórinn,
Þóroddur Guðmundsson, gaf skýrslur um fjárhag ritsins.
Eftir allmiklar umræðu var kosin nefnd í málið. Síðan var fundi
frestað til næsta mánudags. Var þá tekið fyrir álit og tillögur
nefndarinnar og þær samþykktar einróma án athugasemda og erti
svohljóðandi:
1. Skólarnir halda áfram að gefa út sameiginlegt tímarit í svipuðu
formi og verið hefir undanfarin 2 ár.
2. Kosinn sé í ritnefnd, einn niaður frá hverjum skóla. Ferðakostn-
aður nefndarmanna telst til fundarkostnaðar.
3. Ritnefndin ráði ritstjóra, enda sé hann líka framkvæmdastjóri
ritsins.
4. Stjórnir nemendasambandanna annist útsendingu ritsins. Þó
getur stjórn hvers nemandasambands hagað því svo, að þeim mönn-
um, sem hagkvæmt þykir, sé sent ritið beint frá útgáfustað, enda
sendi þá stjórnir nemendasambandanna ritstjóranum lista yfir þá
menn.
5. Haft sé í huga, að skólarnir fái sérprentaðar skýrslur sínar eft-
ir þörfum, enda greiði skólarnir þann kostnað, sem af því leiðir.
6. Ritið sé framvegis prentað í Reykjavík, ef engir sérstakir ann-
markar verða á því og útgáfukostnaður ekki teljandi 'meiri en
nyrðra.
7. Ritnefndin, í samráði við ritstjóra, semji skrá yfir þær stofnan-
ir, blöð, tímarit og einstaklinga, sem senda skuli ritið ókeypis.
Þá var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Konráð Erlendssyni:
»Fundurinn beinir þeirri ósk til væntanlegrar ritnefndar, að hún
reyni að koma þvi svo fyrir, að Þóroddur Guðmundsson verði áfram
ritstjóri ársrits héraðsskólanna«.
Ennfremur var samþykkt svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn beinir þeirri ósk til væntanlegrar ritnefndar, að hún
sendi skólunum af upplagi Viðars, sem er óselt, nokkurp eintaka-
fjölda til ráðstöfunar«.
II. Endurskoðun reikninga félagsins. — Endurskoðendur fyrir uf.
reikningsár voru kosnir Áskell Jónsson og Eiríkur Eiríksson.
III. Konráð Erlendsson bar fundinum kveðju frá Leifi Ásgeirssyni
skólastjóra, og las upp heillaóska- og kveðjusímskeyti frá Birni Guð-
nnindssyni, skólastjóra á Núpi.