Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 93
Viðar]
GRASAFRÆÐIGARÐUR
9J
urhorni landsins, en ekki virtist hún kunna vel við sig.
Hafði Lárus Rist fimleikakennari numið hana á brott úr
föðurlandi sínu og gefið Jóni.
Auk þessara íslenzku jurta voru í garðinum um 170 út-
lendar skrautjurtir, flestar fjölærar. Hef ég ekki séð sum-
ar þeirra fyrr hér á landi t. d. ýmsar gullfagrar muruteg-
undir og afbrigði af riddaraspora.
Mér eru minnistæðastar nokkrar þroskamiklar en ung-
ar blágrenisplöntur, vaxnar upp af amerísku fræi.
Garður Jóns er aðeins 12 ára gamall.
Markmið flestra garða eru aðeins að prýða — markmið
hans er líka að fræða. Og þess vegna er mér hann svo
minnisstæður.
Erlendis eru eflaust margir grasafræðigarðar.
Danir kváðu hafa einn á eynni Disko á Grænlandi, þar
sem þeir hafa safnað saman grænlenzkum jurtum.
í London eru afarstórir garðar á Temsárbökkum hafðir
í þessu augnamiði, nefnast þeir Kew Gardens.
Þar er allt gert til að safna sem flestum jurtategundum
saman; það er lifandi grasasafn.
Þar eru t. d. pálmar ræktaðir í geysistórum upphituð-
um glerhúsum.
Mér er ekki kunnugt um, að við íslendingar eigum
nokkurn garð af líku tæi, sem sé opinber eign.
Hver siðaður maður, sem vildi sjá litla, snotra garðinn
í Fífilgerði, mundi biðja um leyfi.
Og eigandanum er frjálst að synja þess leyfis til að
firra sig átroðningi og verkatöf.
Ef einhver maður, sem ekki er ríkur, getur lagt fé og
fyrirhöfn í að safna að sér og halda á lífi helmingnum af
tegundum íslenzkra blómjurta, styrklaust af almenningi,
ætti landið allt að geta átt einn eða tvo slíka garða án
þess það kostaði stórfé.
Ég er í engum vafa um það, og ég efast heldur ekki um,
að það hefði mikla þýðingu.
Nú er það mjög farið að tíðkast, að skólabörn fara lang-