Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 46
44 HÉRAÐSSKÓLARNIR OG UNGMENNAFÉLÖGIN [Viðar
arsókn íslenzkrar alþýðu, gætir mjög í ungmennafélags-
skapnum, svo lengi sem hans naut við. Margt hefir verið
sagt um ættjarðarást hins unga fólks, er á fyrstu árum
yfirstandandi aldar þyrptist undir merki ungmennafé-
lagshreyfingarinnar. Á það er hinsvegar, oft og einatt,
ekki lögð sú áherzla, sem skyldi, að ættjarðarást þessi
byggðist á skilningi á þjóðfélagslegri aðstöðu alþýðuæsk-
unnar í landinu og var fólgin í öflugri baráttu gegn
hverskyns forréttindum, og þá ekki sízt hvað menntunar-
skilyrði æskunnar snerti. Benedikt Gröndal skáld og Guð-
mundur Hjaltason áttu eitt sinn í alllangri ritdeilu. Rit-
smíðar þessar hafa mikið gildi frá menningarsögulegu
sjónarmiði séð. Annarsvegar er Gröndal, fulltrúi þeirra
manna, er ungmennafélagsskapurinn hefir aldrei náð
verulegum tökum á né átt erindi til. Gröndal er hinn há-
lærði langskólamaður, einn glæsilegasti fulltrúi þeirra
manna, er ætterni og andans afburðir skapa yfirstéttar-
aðstöðu í hverju þjóðfélagi. Hinsvegar er Guðmundur,
lítt skólagenginn alþýðumaður. Að vísu gæddur óvenju-
legum gáfum og atgjörvi. En á því þurfti hann mjög að
halda, að hann fengi aflað sér menntunar og einnig var
það þrekraun. að ráðast í alþýðufræðslu á dögum Guð-
mundar, er almenningur hafði trúað því svo lengi, að hann
var farinn að sætta sig við það, að menntun væri yfir-
stéttarforréttindi. Gröndal sakaði Guðmund um yfirborðs-
hátt, taldi hann kunna lítil skil á þeim hlutum, sem hann
væri að fræða aðra um. Guðmundur hinsvegar taldi
Gröndal fullan menntunarhroka, að hann oj* hans félags-
legu jafningjar teldu alþýðuna of auðvirðilega til þess að
> öðlast hlutdeild í gæðum menningarinnar. Eins og' ætíð á
sér stað í deilum, fór Guðmundur út í talsverðar öfgar og
Gröndal hafði nokkuð til síns máls. En þótt skólamenn
nútímans verði að rata hér hinn gullna meðalveg, er Guð-
mundur Hjaltason, ungmennafélagsleiðtoginn, maður hér-
aðsskólanna. Segja má, að hann sé persónugerð hugsjón
þeirra. Hin logandi löngun hans að lýsa upp hvern af-