Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 69
Viðarj GIMSTEINADJÁSNIÐ 67
að hengiflugi. Það leið á löngu, að hún léti þetta í ljós
með orðum, en það sást á göngulaginu, á augunum, sem
hætt voru að leiftra og teyga sólskin en voru starandi og
litu til jarðar. Það sást og á hvítu, fimu höndunum, sem
þyngdust og tóku að skjálfa, handtökin urðu sein og fólu
í sér hræðslu.
Mig grunaði það brátt, vissi það, spurði lækninn, og
fljótlega var mér svarað — hættulegt, sagði hann, einkum
hættulegt, ef hún fengi að vita, að það væri svo, lífslöng-
un hennar var tæpast nógu sterk til þess, að hún gæti
staðizt ytri árás, hugði hann, en ef hún líka yrði gripin
af vissunni, þá var öllu lokið, skilyrðislaust, annars var
ástæða til að vona. í þann mund var hún líka byrjuð að
hósta.
Það var henni léttir í byrjun og friðaði hana. Áður
hafði eitthvað ógnað henni, hún vissi ekki hvað, eitthvað
skuggalegt, leyndardómsfullt; nú þekkti hún það, það var
þessi árans hósti og ekki annað, og þegar honum lauk,
var allt gott, allt eins og áður. Hún varð ofsaglöð aftur,
ljómaði, einungis var það leiðinlegt, hve fljótt hún þreytt-
ist á því að hlæja; hana verkjaði í brjóstið og hún tók
andköf, áður en hviðunum lauk; þessvegna varð hún að
reyna að gæta hófs í gleðinni. Því varð ég og að hætta að
gera að gamni mínu og koma henni til að hlæja, það var
léttir fyrir mig. Ég vissi nú, að það var ekki hóstinn einn,
heldur líka annað, og að ekkert var hægt að gera nema
bíða og reyna að vona.
Þetta var á vetri, við vorum mest inni í kyrrð og þá
vöknuðu hugsanirnar.
Hún Chérie hafði aldrei alveg glatað trú sinni, hafði
heldur aldrei haft hana bókstafsbundna, heldur leitandi
grun þeirra tilfinninga, sem vér eigum dýpstar og hrein-
astar, sem eiga heima í kjarna vitundarlífsins, eru svo
sérstakar, að þær ná út fyrir vora eigin jarðnesku tilveru,
kalla til himins og reyna að Lyfta oss þangað. Það var
aSeins þörfin fyrir það, sem í vændum er, sem fólst í trú
5*