Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 90
[Viðar
Ættjarðarkvæði.
Eftir Sigurð Draumland.
ísland, fsland, ættarláð!
Eldastorð við kalda sundið!
—- jöklum krýnd og hretum lirjáð,
heitum sólargeislum stráð,
margra alda minning fáð
mætan krans þér hefir bundið.'
ísland, fsland, ættarláð!
Eldastorð við kalda sundið!
Þörfum öflum þrungna jörð,
þúsund-drauma-landið fríða!
Elska þig við örlög hörð
óskabörn, af vilja gjörð.
Um yztu strandir, efstu börð,
ótal handa störfin bíða.
Þörfum öflum þrungna jörð,
þúsund-drauma-Iandið fríða!
ilisfólkið hafði lokið hinum algengu bæjar- og útistörfum
og \ar svo allt samankomið í einu herbergi, baðstofunni,
þar sem það gat setið með handavinnu sína, en jafnframt
hlustað á þann, sem venjulegast las upphátt eða kvað fyr-
ir allt fólkið.
Munu þetta ekki hafa verið sólskinsblettir í skammdeg-
ismyrkrinu, sólskinsblettir, sem lýstu upp umhverfið og
hvöttu og styrktu fólkið. „Sönglíf, blómlíf finnst nú aðeins
inni, þar andinn góður býr sér sumar til við söng og sögu,
kærleik, vinakynni, í kuldatíð við arinblossans yl“, segir
Steingrímur. Og er það ekki satt, getum við ekki skapað
sólskinsbletti og gert léttara og bjartara, ef við erum
samtaka og sjáum um að kuldinn fái ekki að taka sér ból-
festu í hugum okkar og hjörtum. — Getum við ekki átt
sumar innra fyrir andann, þó úti herði frost og kyngi
snjó?