Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 112
110
ÓSKIRNÁR
[Viðar
maður í ósjó er á valdi skipsins, sem hefir örlög hans inn-
an borðs“.
Enn hrópaði Andinn: „Hamu!“ og lyfti fingrinum.
Jafnskjótt reis frá grunni fagurt hús, ljóma og skrauti
prýtt, glæst eins og keisarahöllin.
„Beztu þakkir! Þúsund þakkir!“ hrópaði maðurinn og
snerti jörðina níu sinnum með enninu. „Rís og skemmur
og þessi bústaður — nú á ég sannarlega enga ósk framar.
Og þó — munu menn ekki hlæja að slíkum heimskingja,
sem er svona ríkur og hefir ekkert sjálfum sér til prýði?
Hugsaðu þér það! Þú mikli Andi, ef þú vildir aðeins veita
mér fimm eða sex kassa gulls og silfurs og fjórar eða
fimm kistur með klæðum alls konar að gjöf, þá óska ég
einskis framar; og engrar bænar vil ég biðja þig fremur
en nýfætt barn“.
í fyrstu varð Andinn orðlaus af reiði. Síðan hugsaði
hann með sér: Ég hefi þegar gefið þessum manni svo
mikið, að ég get líka gert þetta fyrir hann. Þá hefir hann
náð takmarki óska sinna.
„Hamu!“ kallaði hann þá, og rétti enn upp fingurinn;
jafnskjótt birtust stórir kassar fylltir klæðum, gulli og
silfri, fjögur til fimm þúsund að tölu.
Við þessa sjón hneigði maðurinn höfuð sitt til jarðar,
grét stórum gleðitárum og stamaði: „Þakka! Þakka!“
Þá hló andinn og sagði: „Er nú ágirnd þinni loksins
svalað? Eða munu ennþá nýjar óskir vakna í brjósti þér?“
Án þess að líta upp, hvíslaði hinn: „Þú segir nokkuð!
Það er aðeins ein lítil bæn, sem er alls ekkert hjá öllu
gullinu, silfrinu og fötunum, kornbúrunum og höllinni".
Andinn hrukkaði ennið og spurði: „Hver er hún þá,
þessi litla bæn, sem er alls ekkert hjá gullinu, silfrinu
klæðunum, hlöðunum og höllinni?“
„Það er nokkuð, sem yfirskyggir allar velgjörðir þínar:
Gef mér þinn upprétta vísifingur!“
Þá varð andinn harmi lostinn og einsetti sér að eyði-
leggja hinn óbetranlega mann. ...