Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 108
HVAÐ ER Á BAK VIÐ
[Viðar
lOff
Ég fékk tækifæri til að kynnast þessari konu, Jörgine
Abildgaard, nokkru nánar. Ég var tæpan mánaðartíma
við skóla hennar í Snoghöj við Litlabelti. Þar hefir hún,
ásamt stallsystur sinni, frk. Krogh, skóla fyrir ungar
stúlkur. Aðaláherzlan er lögð á leikfimi, stúlkurnar læra
þarna að kenna og hefja svo starf sitt í félögum víðsveg-
ar um Danmörku að afloknu prófi. Um 200 stúlkur eru á
skólanum árlega, auk margra, sem dvelja þar á stuttum
námskeiðum. Hjá þessum tveimur konum hefir skapazt
frægasti leikfimisskólinn, sem nú er til fyrir stúlkur í
Danmörku, Gymnastikhöjskolen paa Snoghöj. Þekktasti
samskonar skóli fyrir pilta er í Ollerup. — Skólinn er
með alþýðuskólasniði, Höjskole, eins og þeir kallast í
Danmörku. Þar eru kenndar venjuiegar greinar alþýðu-
skólanna, og t. d. mikil stund lögð á handavinnu. Kennsl-
an fer mikið fram í fyrirlestrum, eins og tíðkast í alþýðu-
skólum í Danmörku.
Leikfimiskennslan á Snoghöj er góð. Þeir leikfimis-
kennarar, sem eiga leið um Danmörku, ættu að gefa sér
tíma til að dvelja um stund á skólanum. Og ungu stúlk-
urnar, sem vilja læra leikfimi eða fullnema sig, ættu að
gera sér ferð þangað suður, ef hægt væri. Kerfið, sem far-
ið er eftir, er kennt við þá konu, sem allra kvenna mest
hefir endurbætt leikfimina á Norðurlöndum, frk. Elli
Björkstén. Þær stallsysturnar í Snoghöj, Abildgaard og
Krogh, kenna í hennar anda, en þó fyrst og fremst í sín-
um anda, því að það verður hver leikfimiskennari að gera
til þess að kennslan verði nokkurs virði. Æfingasnið og
æfingaval er einnig í Snoghöj allmikið frábrugðið Björk-
sténs, Abildgaard hefir samræmt það eftir dönskum hátt-
um og dönsku skapíerli.
Leikfimin verður að vera lifandi, segir Abildgaard, hún
verður að hafa sál. Og Abildgaard er sjálf lifandi, þegar
hún kennir, hún er meðvitandi um köllun sína og mikil-
vægi starfs síns. Stúlkurnar hennar bera líka vitni um
þetta í æfingum sínum. Það er kvenlegur yndisþokki í