Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 103
Viðar]
RÖDD ÚR DJÚPINU
101
drei verið neitt í líkingu við það, þó að hin óvenjulanga
æska hans teldi mér trú um það. Ekki gat ég heldur fund-
ið neitt það í fari hans, sem réttlætti þá ímyndun mína, að
hann væri munaðarseggur. Andspænis mér stóð heilbrigð-
ur nútímamaður. . Öruggur, stálsleginn, ósveigjanlegur.
Líkami, þjálfaður við starf og íþróttir; andi, sér meðvit-
andi um þýðingu sína á líðandi stundu og þýðingarleysi
sitt í eilífðinni. Ég sá, að hann kenndi í brjósti um mig,
og ég blygðaðist mín og þagði.
Eimpípan gaf aftur frá sér hljóð. Þýður vorblær lék
um okkur — bara okkur tvo. Ekkert annað.
Hjarta mitt varð bljúgt. Ekki vegna þess, að það var
þrælshjarta heldur vegna þess, að það var mannshjarta.
Og ég fann nýja lífskennd streyma um minn innra mann.
— Kennd smæðar og stolts. — Ég gerði mér grein fyrir
hlutverki mínu; starf og barátta. Mér varð ljóst takmark
mitt: að gefa komandi kynslóð.... í nýju og göfugra
móti. .. . þann líkama og heila, sem faðir minn og móðir
mín höfðu arfleitt mig að.
Eg skynjaði vorkomuna, fann vindblæinn og gróðurilm-
inn.
Hákan Puro tók líka eftir umbrotunum í sál minni. Ég
sá, hvernig augnaráð hans varð hlýlegra. Hann rétti mér
höndina, ég tók í hana; við heilsuðumst á hátindi mann-
legs eðlis.
Svo sagði hann mér sögu sína.
— Einu sinni fæddi kona son, byrjaði hann. Það var
drengur, sem hafði heilbrigðan heila, en veika fætur.
Bolur drengsins og höfuð uxu, en fæturnir ekki. Hann
varð að skríða á gólfinu, þegar bræður hans hlupu úti,
um grundir og skóga. Þér getið gert yður í hugarlund,
hversu örvæntingarfullur drengurinn var. En hann hafði
heilbrigðan heila. Pabbi og mamma kenndu honum að
lesa, og þar sem hann gat ekki gert neitt annað, þá las
hann bækur. Hann varð þegar á unga aldri mjög skýr.
Hann lærði að hugsa. Honum skildist, að þótt hann gæti