Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 92
90
GRASAFRÆÐIGARÐUR
[Viðar
Inn í hólinn er grafinn dálítill hringmyndaður bolli, er
hann grasklæddur, en trjám hefir verið plantað á barma
hans.
Þau ná bráðum saman með greinarnar, og verður þar þá
laufskáli, sem yndi er að dvelja í á sumrin í góðu veðri.
Þrep til að sitja á eru allt í kring með veggjum skálans,
en borð úr steinsteypu í honum miðjum.
Þótt öllu sé þarna sniðuglega fyrir komið, má sjá ann-
að slíkt og jafnvel íburðarmeira í skrúðgörðum á Akur-
eyri — enda munu ýmsir hafa meira fé til framkvæmd-
anna en Jón.
En garður Jóns hefir eitt fram yfir alla garða, sem ég
hef séð á íslandi.
Hann er grasafræðigarður. Þar voru í sumar 200 ís-
lenzkar blómajurtir og byrkningar lifandi. Mest hefir Jón
haft 218 tegundir. Mun það vera nálega helmingur þeirra
tegunda, sem hér vaxa. í Flóru ísl. 2. útg. eru taldar 411
teg. Var þeim skipulega fyrir komið, hinum smærri í beð-
um innan um tré og runna, en sumum í steinhæð og nafn-
spjöld stóðu hjá. •
I einu beði hjá víðirunna voru t. d. ýmsar burknateg-
undir, í öðru voru nokkrar punttegundir.
Er sjón sögu ríkari um það, að sumar íslenzkar jurtir
standa ekki að baki útlendum skrautjurtum, sé þeim vel
komið fyrir.
Þar myndaði t. d. sæhvönn, sem Jón hafði fengið vest-
an frá Breiðafirði, mjög snotran topp hnéháan. Jafnvel
Ólafssúran, hið lítilfjörlega háfjallablóm, sómdi sér ágæt-
lega þarna — og var óvenjulega stór.
Þarna sá ég, að Gullbrá, sem er þó jafnan smávaxin,
getur verið til stórprýði í blómgarði.
Jóni hefir tekizt að, halda þarna lifandi háfjallagróðri,
t. d. jöklasóley og tröllajurt.
Er furðulegt, hve víða af landinu honum hefir tekizt að
ná jurtum.
Þarna var t. d. klettafrú, sem hvergi vex nema á aust-