Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 105
Viðar] RÖDD ÚR DJÚPINU 103
aðeins hitzt tvisvar á ári. ... svo að þrá okkar deyði ekki
trú okkar.
Þrátt fyrir það mundi ég ekki vilja rífa niður mikið af
því, sem bygt hefir verið upp í heiminum. Það, sem þeg-
ar hefir verið gert, er ekki óvinur okkar. En það eru hin-
ar íhaldssömu, heimskulegu hugsanir, sem eru óvinir okk-
ar, á meðan þær eru ekki orðnar að veruleika. Móti þeim
berst ég í verkahring mínum. Þær hafa eitrað heiminn.
Þær hafa skipt þjóðfélögunum í stéttir og sett landamæri
milli ríkjanna. Þær hafa misþyrmt lýðræðinu. Þær hafa
alltaf treyst á vitnisburð sögunnar og erfðavenjanna....
og þær leituðu úrræðanna. Og sérhver ný hugsun hefir
verið þeim drekahöfuð, sem höggva varð af.
Ég hlustaði töfraður á þessi orð. Hákan Puro talaði með
æ meiri ákefð, varð tígulegri en áður, sigurglaðari en
áður. — Ég fann, að það voru mínar eigin sjúklegu hugs-
anir, sem höfðu séð í fari hans eitthvað, er minnti á Do-
rian Gray. Hann hélt áfram:
— Ritverk mitt kemur út einhvern næstu daga. Það
krefst af yður, að þér eflið líkamshreysti yðar, eins og
yður frekast er unnt. Það sýnir fram á, að þér eruð sjúk-
ur. Það heldur því fram, að hinir sálrænu og veraldlegu
erfiðleikar séu einungis líkamlegir erfiðleikar. Það stað-
hæfir að heilbrigðar hugsanir fæðast aðeins í heilbrigðum
líkama. Kenniorð þess er: Bjargið líkama yðar!
Þetta, að koma fram með hugmyndirnar, sem þessi bók
hefir að geyma, er mín litla hlutdeild í hinni miklu lífs-
baráttu. Hver er yðar hlutdeild? Hafið þér nokkurntíma
hugsað um það? Hafið þér gert yður grein fyrir því?
Hver líðandi dagur er afbrot, ef maðurinn ekki veit, í
hvaða tilgangi hann lifir.
Ég vissi það ekki! Ég hafði bara gengið til verksmiðj-
unnar á hverjum degi; stundum glaður í bragði, stundum
gramur í geði.... og hafði sífellt borið hinn þungbæra
arf árþúsundanna í æðum mínum.
Hákan Puro þagnaði. Eitt andartak virtist hann bíða