Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 10
8
Á SKEIÐSENDA
[Viðar
inn frá einlífi, brotlegur viÖ klausturreglur og lítt verald-
arvanur. Þjálfun og undirbúningur starfsins á venjulega
vísu var enginn, og það gat varla spáö góðu. Þó þótti okk-
ur gott aö hugsa til skólatökunnar og nýrra starfa. Ef til
vill var undirbúningurinn ekki alls kostar fjarri lagi. Eitt
er víst, aö ekki fór ver en efni stóðu til.
Hjá mistökum varö ekki komizt. Og nokkrir árekstrar
voru óhjákvœmilegir. En allt gekk þó slysalaust. Skóla-
lífiö var oftast ánœgjulegt, stundum jafnvel ástúölegt, en
aldrei illt og meini blandið nema tvisvar, nokkra daga,
þegar harðastur árekstur varö milli nemenda og mín. En
hver árekstur varð langoftast ávinningur, greiddi fyrir
gagnkynnum, skerpti kærleikann, þegar móðurinn var af
mönnum, og gerði sambúðina heilli. Þegar á leiö, urðu
misfellur minni. Og tvö síöustu árin má óhætt segja, að
kennarar og nemendur væri sem einn maður, samhuga og
samhentir um allt, sem bætt gat skólalífiö, aukiö starfs-
árangur og orðiö skólanum til sœmdar.
Stjórn heimavistarskóla, þar sem nokkrir tugir karla og
kvenna eru samankomin, getur varla, þótt vel gangi, orðiö
alveg áhyggjulaus. Þeir, sem ábyrgðin hvílir á, hljóta með
köflum að búa yfir þungum þönkum um það, hvort rétt
sé stýrt og ávinningur eða tap verði vetrarhlutur einstöku
námsmanna. En ávallt verður það torráðin gáta, hvar
lausnarorðið er að finna, er leyst fœr úr lœðingi manndóm
œskumanna og hjálpar þeim bezt til að finna sjálfa sig.
Reynslan kenndi okkur, að oft voru gátur þessar skakkt
ráðnar og áhyggjwr óþarfar; því að svo fór oft, að sá, sem
einkum 'virtist bera skarðan hlut frá borði eða jafnvel
eintómt tap, varð þó að aflokinni námsdvöl öðrum dáð-
rakkari, og minnugri vinur skólans en sumir þeir, sem