Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 43
Viðar]
VERKNÁMIÐ VIÐ HÉRAÐSSKÓLANA
41
allmiklu til áhalda- og efniskaupa. Um hitt, hvað rekst-
urskostnaður skólanna þarf að aukast, vegna þessarar til-
breytni er verra að segja. En á það má þó benda, að einn
héraðsskólinn hefir haft sérstaka smíðadeild um nokkur
ár, og með góðum árangri, án þess að hafa notið nokkurs
sérstaks styrks þess vegna. Mundi hann þó tæplega hafa
gert slíkt, ef það væri honum þungur fjárhagslegur baggi.
Við, sem kennum við héraðsskólana, og aðrir þeir, sem
fara með málefni þeirra, munu telja það rétt og sann-
gjarnt, að kröfurnar um það, hvaða uppeldi þeir veiti, fari
vaxandi. Þeir eru nú að komast yfir fyrstu byrjunarerfið-
leikana, og ættu því að vera færari að mæta þeim kröfum
en í byrjun. Adeilur þær, sem þeir urðu fyrir í byrjun
starfs síns, hafa að miklu leyti horfið, og aðsókn fer sí-
vaxandi að þeim. Af því ætti að mega draga þá ályktun,
að héraðsskólarnir muni ekki hafa misnotað það mikla
frjálsræði um starfshætti og kennsluaðferðir, sem héraðs-
skólalögin veittu þeim. Þeim ætti því engu síður nú en
fyrr, að vera treystandi til að velja þær réttu leiðir til að
fullnægja kröfum um aukið verklegt nám, þótt löggjaf-
arnir geri ekki annað, en að benda á hvert beri að stefna,
og að veita þann fjárhagslega bakhjarl, sem til þarf.