Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 137
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
135
bls. — III. flokkur K. Brekke frá bls. 129 út bókina. — Potter:
Everyday English for foreign Students, 79 bls.
Þýzka. — Kennslubók í þýzku eftir Jón Ófeigsson út á bls. 120.
I öllum málum var málfræðitilsögn og stílæfingar.
Próf. — Skyndipróf eru höfð tvisvar til þrisvar á hverjum vetri.
Eru þau skrifleg og próf'að í því, sem lesið hefir verið á hverjum
tíma. ■— Vorpróf hófst í lok marzmánaðar og lauk 14. apríl. Skóla-
slit fóru fram 15. apríl. Ræður fluttu skólastjóri og Þorgils Quð-
mundsson.
Stjórnskipaðir prófdómendur voru: Björn Jakobsson, síra Eiríkur
Albertsson og Friðrik Þorvaldsson. Prófið var eingðngu skriflegt í
bóklegum greinum. Burtfararprófi luku 35 nemendur.
Félagslíf var með líkum hætti og áður. Skólafélagið, sent skipað
er öllunt nemöndum og starfsliði skólans, hélt að jafnaði tvo um-
ræðufundi á mánuði. Skólablaðið Mímir birti greinar um ýms efni,
smásögur, kvæði o. fl. og var lesið á flestum fundum. Ein opinber
samkoma var haldin seinni hluta vetrar. Fullveldisdagsins var
minnzt 1. des. Voru þá meðal annars lesin og sungin kvæði, er
nernar höfðu ort í tilefni dagsins. Á laugardagskveldum var að jafn-
aði eitthvað til skemmtunar, einkum þó dansað. Farin var ein
skemmtiferð og tóku þátt í henni flestir nemar og nokkrir kennarar.
Ákveðið hafði verið að aka í bifreiðunt niður Borgarfjörð að Hafnar-
fjalli og ganga síðan á fjallið ásamt með Hvanneyringum. Lagt var
af stað í ferð þessa í byrjun nóvembermánaðar. Veður var bjart og
gott. En er til Hvanneyrar kom, hafði veður spillzt, hríð í lofti og
dimmt á fjallinu. Var þá eigi lengra farið. En Hvanneyringar buðu
upp á veitingar, og var þar skemmt sér all-lengi. Síðar var ekið í
Borgarnes og skoðað mjólkurbú Borgfirðinga undir leiðsögn for-
stjórans, Sigurðar Guðbrandssonar. Þótti ferð þessi því ekki tii
ónýtis farin, þótt höfuðtilganginum væri ekki náð. — Síðar um vet-
urinn, 12. f ebr., fóru Reykhyltingar aftur til Hvanneyrar í boði
nemenda. Voru móttökur Hvanneyringa ágætar. Var dvalið þar frani
undir morgun og skemmt sér við ræðuhöld, sjónleik og dans. Nem.
skólanna háðu knattspyrnu og báru Reykhyltingar nú í fyrsta skipti
sigur af hólmi. Einn Hvanneyringa, Baldur Kristjánsson, þreytti
fjölskák við 10 Reykhyltinga. Vann hann 6, en tapaði 4, og þótti
þetta frækilega gert.
Nokkrir fyrirlesarar heimsóttu skólann og fluttu hér erindi. Pétur
Sigurðsson, erindreki, flutti tvö erindi. Síra Magnús Guðmundsson,
Ólafsvík, dvaldi hér nokkra daga og flutti þrjú erindi: 1. Hvað þrá-
ir sannur æskumaður mest? 2. Löng stög og fastir hæla, (sbr. Jes-
aja 54, 2). 3. Kagawa. Auk þess las hann upp. Loks fluttu þeir