Lindin - 01.01.1957, Page 32

Lindin - 01.01.1957, Page 32
26 L I N D I N öllu góðu, og gömlura vinum hans sámaði. Því tóku Fljóta- menn ekki í taumana fyrr, ef ástæða var til.“ Og því eru þeir að ráðast nú á gjörbreyttan mann?, hugsuðu þeir. Nákunnugur vinur hans kom því til vegar að hann átti kost á að verða settur prestur að Stað í Grunnavík haustið 1916, en séra Jónmundi þótti ekki fýsilegt að flytjast í harðindasveit að húsalausu prestssetri, og reyndi að fá sér eitthvert starf í Reykjavík. En svo fór að hann var sett- ur prestur að Stað 1918 og var veitt brauðið 1921, þegar allir voru orðnir sammála um að þar var hann „réttur mað- ur á réttum stað.“ Um störf hans þar þarf ég ekki að fjölyrða, allra sízt við Vestfirðinga, en þeir sem eiga bókina „Hver er maðurinn?“, geta séð, að þau voru mörg. Vel er mér kunnugt um að honum var mjög annt um trúarlega og andlega velferð sókn- arbarna sinna og hirti hvorki um illviðri né illfær fjöll er hann varð um 10 ára skeið að þjóna öllum Homströndum, af því að ekki fékkst prestur að Stað í Aðalvík. Margar eru sögumar frá þeim ferðalögum, en fátt vildi hann um það segja, hvort þær væru sannar. Set ég hér samt eina til gamans: Röskur maður ungur var fenginn til að fylgja prestinum yfir brattan fjallgarð í slæmu veðri. Þeim gekk greitt í fyrstu en í miðjum hlíðum fór fylgdarmaður að verða á eftir. Rétt áður en komið var upp á fjallsbrún, beið séra Jónmundur eftir honum og sagði svo: „Nú skalt þú snúa við. Ég er ömggur einsamall, en ekki er ég viss um að ég geti borið þig til bæja“. Þótt hann skrifaði mér f jölmörg bréf, minntist hann varla á störf sín og hagi öðmvísi en með góðlátlegri kímni. Fá- ein sýnishorn langar mig til að nefna, dagsetning skiptir ekki máli:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.