Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 4

Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is G era má ráð fyrir að það kosti a.m.k. um 200 milljónir króna að halda al- þingiskosningarnar sem fram fara nk. laugardag. Að sögn Hjalta Zóp- hóníassonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, var með lögum um fjár- mál stjórnmálaflokkanna árið 2006 kveðið á um það að kostnaður sveitarfélaganna í landinu við alþingiskosningar skyldi greiddur af ríkinu. Fyrst reyndi á þetta í alþingiskosningunum árið 2007, en þá var kostnaður sveitarfélaganna um 100 milljónir, en stærstur hluti kostnaðarins var vegna launa. Að sögn Hjalta var í framhaldinu búin til reikniregla í dómsmálaráðuneytinu sem kvað á um að greiddar væru til hvers sveitarfélags 300 þúsund krónur fyrir hvern kjörstað og 430 krón- ur fyrir hvern kjósanda á kjörskrá. Tekur hann fram að ekki sé búið að taka ákvörðun um það hvort og þá hve mikið þessar tölur hækki í sam- ræmi við hækkun verðlags. Liggur á að prenta kjörseðlana Hjalti segir kostnað vegna m.a. yfirkjör- stjórnar, auglýsinga vegna kosninganna, umslög og prentun kjörseðla hátt í 100 milljónir í þing- kosningunum 2007. Þetta árið verða alls prent- aðir 251 þúsund kjörseðlar, en lögum samkvæmt skal prenta 10% fleiri kjörseðla en skráðir kjós- endur eru á kjörskrá. Til samanburðar má þess geta að á kjörskrá í alþingiskosningunum 2007 voru ríflega 221 þúsund manns og þá var kjör- sókn 83,6%. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Hjalta nú undir vikulok sagði hann síðustu forvöð að prenta kjörseðlana og vonaðist hann til þess að þeir yrðu prentaðir í gær. Það hversu seint kjörseðlarnir eru prentaðir helgast m.a. af því að ekki skýrðist fyrr en nú í vikulokin hversu margir framboðslistar verða í kjördæmum landsins þar sem Lýðræðishreyf- ingin fékk frest til þess að laga ágalla á fram- boðslistum sínum í öllum kjördæmum. Sagði Hjalti ljóst að menn væru að brenna inni á tíma með prentunina þar sem starfsmönnum yf- irkjörstjórna landsins veitti ekki af allri næstu viku til þess að koma kjörseðlum á alla kjör- staði. Hundruð starfsmanna Alls eru 132 kjörstaðir á Íslandi sem dreifast á kjördæmin sex, Reykjavíkurkjördæmi suður og norður, Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Á sumum stöðum eru fleiri en ein kjördeild á viðkomandi kjörstað, þannig að í allt eru kjör- deildirnar 269. Spurður hversu margir starfs- menn vinni við kosningarnar segist Hjalti ekki hafa slíkt heildaryfirlit þar sem framkvæmd kosninga, hvort heldur eru alþingiskosningar, sveitarstjórnarkosningar eða forsetakosningar, sé í höndum sveitarfélaganna í landinu. Þannig sjá sveitarfélögin um að koma upp kjörstöðum og manna þá. Þannig eru alltaf að lágmarki þrír starfsmenn í hverri kjördeild auk kjörstjórnar á hverjum kjörstað og dyraverðir svo fáeinir starfsmenn séu nefndir. Bara sá fjöldi er rúm- lega þúsund manns. Þess utan er um tuttugu manna hópur teljara í hverju kjördæmi, en taln- ing atkvæða er á ábyrgð yfirkjörstjórnar í við- komandi kjördæmi. Prentarar og bankamenn bestu teljararnir Aðspurður segir Hjalti það oft vera sama fólk- ið sem vinni að framkvæmd kosninga ár eftir ár, enda gott að hafa vant fólk. Segir hann starfs- menn í kjördeildum oft vera kennara og lög- fræðinga, en bestu teljarar atkvæða komi oftast nær úr röðum prentara og bankamanna þar sem þeir séu vanir því að handleika pappír og seðla. Alls eru til í landinu um 500 kjörkassar, en kassarnir eru af tveimur stærðum. Að sögn Hjalta er það í höndum sveitarfélaganna að geyma kassana milli kosninga, en auk þess eru nokkrir kassar til vara í vörslu dómsmálaráðu- neytisins. Að minnsta kosti einn kassi er í hverri kjördeild í landinu auk þeirra kassa sem notaðir eru við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Flutn- ingur á kjörkössum með kjörgögnum er ýmist í höndum starfsfólks úr kjördeildunum og yf- irkjörstjórn eða lögreglunnar. Spurður hvort enn séu í notkun kjörkassar sem notaðir hafi verið frá stofnun lýðveldisins segir Hjalti að það geti vel verið á kjörstöðum úti á landi. Morgunblaðið/Ómar Prenta 251 þúsund seðla  Á kjörskrá við komandi alþingiskosningar eru um 228 þúsund einstaklingar  Kjördeildir eru alls 269 talsins og í hverri kjördeild starfa að lágmarki þrír starfsmenn Morgunblaðið/Ómar Auð sætin bíða Spennandi verður að sjá hverjir taka sæti á þingi að loknum kosningum. Kjörsókn Í Alþingiskosning- unum 2007 var kjörsóknin 83,6%. Í kosningunum sem fram fara á laugardag eru alls 228 þúsund manns á kjörskrá. „Það er öllum hollt að láta kíkja á kosningaframkvæmdina hjá sér, enda ekkert land og ekkert kerfi hafið yfir gagnrýni,“ segir Urður Gunnarsdóttir sem um árabil starf- aði sem blaðafulltrúi ÖSE (Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu) áður en hún tók við starfi fjöl- miðlafulltrúa utanríkisráðuneyt- isins. Bendir hún á að ekki sé til ein rétt leið til að framkvæma kosningar. Hins vegar sé lykilatriði að traust ríki á framkvæmdinni og að öll grundvallaratriði í lýðræð- islegum kosningum séu virt, s.s. að allir geti kosið, hafi kjörgengi og geti komið skoðun sinni á framfæri án utanaðkomandi þrýstings. Eins og frá hefur verið greint eru tíu sérfræðingar á vegum kosn- ingaeftirlits ÖSE komnir til lands- ins til að kynna sér undirbúning og framkvæmd komandi þingkosn- inga, en þetta er í fyrsta sinn sem ÖSE er með kosningaeftirlit á Ís- landi. Í hópnum eru bæði lögfræð- ingar, fjölmiðlafræðingar, sérfræð- ingar í kosningakerfum og stjórnmálafræðingar, en a.m.k. tveir í hópnum hafa setið í lands- kjörstjórn í heimalöndum sínum. Aðspurð segir Urður starfs- menn kosningaeftirlits ÖSE aldrei tjá sig um kosningar fyrr en að þeim loknum. Tekur hún fram að hafi eftirlitsmenn einhverjar at- hugasemdir séu þær alltaf settar fram sem uppbyggileg gagnrýni, enda markmiðið með eftirlitinu að stuðla að úrbótum. „Ekkert kerfi hafið yfir gagnrýni“ SKOÐUN Urður Gunnarsdóttir Urður Gunnarsdóttir er upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytis  Ekki er hægt að telja utankjör- fundaratkvæði fyrr en kjörstöðum hefur verið lokað. Ástæðan er sú að þeir sem kjósa utan kjörfundar hafa möguleika á að kjósa aftur í sjálfum kosningunum og ógilda við það fyrra atkvæði sitt. Alls eru 228.000 Íslendingar á kjörskrá fyrir komandi alþing- iskosningar, sem fram fara laug- ardaginn 25. apríl. Í gegnum tíð- ina hefur verið áætlað að um 10% atkvæða í kosningum á hverjum tíma séu utankjörfundaratkvæði. Hérlendis geta menn kosið utan- kjörfundar hjá sýslumanni eða hreppstjórum allt fram á kjördag, erlendis fer atkvæðagreiðslan m.a. fram í sendiráðum eða hjá ræð- ismanni en atkvæðið er síðan sent í ábyrgðarpósti til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Zóphóníassyni, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneyt- inu, stefnir allt í það að færri ut- ankjörfundaratkvæði verði í kosningum þetta árið. Segir hann það m.a. skýrast af því að fólk sé minna á ferðinni vegna krepp- unnar. Utankjörfundaratkvæði líklega færri í ár en áður  Stjórnmálaflokkunum er sam- kvæmt lögum um alþingiskosn- ingar gert að skila inn meðmæl- endum með framboðslistum sínum. Lögin kveða á um að fjöldi með- mælenda skuli vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og taln- anna 30 að lágmarki og 40 að há- marki. Það þýðir að í Norðvest- urkjördæmi, þar sem þingsætin eru 9, þarf á bilinu 270-360 meðmæl- endur. Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi, þar sem þingsætin eru 10, þarf 300-400 meðmælendur. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveim- ur, sem hvort um sig eru með 11 þingsæti, þarf 330-400 meðmæl- endur, en í Suðvesturkjördæmi, þar sem þingsætin eru 12, þarf 360-480 meðmælendur. Meðmælendur eru því alls á bilinu 1890-2520. Fjöldi meðmælenda 300- 400 í hverju kjördæmi  Í lögum um kosningar til Al- þingis kemur fram að á fram- boðslistum skuli vera vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsæt- um í kjördæm- inu, hvorki fleiri né færri. Það þýðir að ef sex listar verða í framboði verða alls 756 ein- staklingar í framboði fyrir kosning- arnar, en verði framboðslistarnir sjö verða frambjóðendur alls 882. Alls í kringum 800 fram- bjóðendur í kosningum Stattu vörð um viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn. Kynningarfundur mánudaginn 20. apríl kl 17:15 í fundarsal Maður lifandi, Borgartúni 24. Auður Capital kynnir 585-6500 audur.is Allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.