Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is G era má ráð fyrir að það kosti a.m.k. um 200 milljónir króna að halda al- þingiskosningarnar sem fram fara nk. laugardag. Að sögn Hjalta Zóp- hóníassonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, var með lögum um fjár- mál stjórnmálaflokkanna árið 2006 kveðið á um það að kostnaður sveitarfélaganna í landinu við alþingiskosningar skyldi greiddur af ríkinu. Fyrst reyndi á þetta í alþingiskosningunum árið 2007, en þá var kostnaður sveitarfélaganna um 100 milljónir, en stærstur hluti kostnaðarins var vegna launa. Að sögn Hjalta var í framhaldinu búin til reikniregla í dómsmálaráðuneytinu sem kvað á um að greiddar væru til hvers sveitarfélags 300 þúsund krónur fyrir hvern kjörstað og 430 krón- ur fyrir hvern kjósanda á kjörskrá. Tekur hann fram að ekki sé búið að taka ákvörðun um það hvort og þá hve mikið þessar tölur hækki í sam- ræmi við hækkun verðlags. Liggur á að prenta kjörseðlana Hjalti segir kostnað vegna m.a. yfirkjör- stjórnar, auglýsinga vegna kosninganna, umslög og prentun kjörseðla hátt í 100 milljónir í þing- kosningunum 2007. Þetta árið verða alls prent- aðir 251 þúsund kjörseðlar, en lögum samkvæmt skal prenta 10% fleiri kjörseðla en skráðir kjós- endur eru á kjörskrá. Til samanburðar má þess geta að á kjörskrá í alþingiskosningunum 2007 voru ríflega 221 þúsund manns og þá var kjör- sókn 83,6%. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Hjalta nú undir vikulok sagði hann síðustu forvöð að prenta kjörseðlana og vonaðist hann til þess að þeir yrðu prentaðir í gær. Það hversu seint kjörseðlarnir eru prentaðir helgast m.a. af því að ekki skýrðist fyrr en nú í vikulokin hversu margir framboðslistar verða í kjördæmum landsins þar sem Lýðræðishreyf- ingin fékk frest til þess að laga ágalla á fram- boðslistum sínum í öllum kjördæmum. Sagði Hjalti ljóst að menn væru að brenna inni á tíma með prentunina þar sem starfsmönnum yf- irkjörstjórna landsins veitti ekki af allri næstu viku til þess að koma kjörseðlum á alla kjör- staði. Hundruð starfsmanna Alls eru 132 kjörstaðir á Íslandi sem dreifast á kjördæmin sex, Reykjavíkurkjördæmi suður og norður, Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Á sumum stöðum eru fleiri en ein kjördeild á viðkomandi kjörstað, þannig að í allt eru kjör- deildirnar 269. Spurður hversu margir starfs- menn vinni við kosningarnar segist Hjalti ekki hafa slíkt heildaryfirlit þar sem framkvæmd kosninga, hvort heldur eru alþingiskosningar, sveitarstjórnarkosningar eða forsetakosningar, sé í höndum sveitarfélaganna í landinu. Þannig sjá sveitarfélögin um að koma upp kjörstöðum og manna þá. Þannig eru alltaf að lágmarki þrír starfsmenn í hverri kjördeild auk kjörstjórnar á hverjum kjörstað og dyraverðir svo fáeinir starfsmenn séu nefndir. Bara sá fjöldi er rúm- lega þúsund manns. Þess utan er um tuttugu manna hópur teljara í hverju kjördæmi, en taln- ing atkvæða er á ábyrgð yfirkjörstjórnar í við- komandi kjördæmi. Prentarar og bankamenn bestu teljararnir Aðspurður segir Hjalti það oft vera sama fólk- ið sem vinni að framkvæmd kosninga ár eftir ár, enda gott að hafa vant fólk. Segir hann starfs- menn í kjördeildum oft vera kennara og lög- fræðinga, en bestu teljarar atkvæða komi oftast nær úr röðum prentara og bankamanna þar sem þeir séu vanir því að handleika pappír og seðla. Alls eru til í landinu um 500 kjörkassar, en kassarnir eru af tveimur stærðum. Að sögn Hjalta er það í höndum sveitarfélaganna að geyma kassana milli kosninga, en auk þess eru nokkrir kassar til vara í vörslu dómsmálaráðu- neytisins. Að minnsta kosti einn kassi er í hverri kjördeild í landinu auk þeirra kassa sem notaðir eru við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Flutn- ingur á kjörkössum með kjörgögnum er ýmist í höndum starfsfólks úr kjördeildunum og yf- irkjörstjórn eða lögreglunnar. Spurður hvort enn séu í notkun kjörkassar sem notaðir hafi verið frá stofnun lýðveldisins segir Hjalti að það geti vel verið á kjörstöðum úti á landi. Morgunblaðið/Ómar Prenta 251 þúsund seðla  Á kjörskrá við komandi alþingiskosningar eru um 228 þúsund einstaklingar  Kjördeildir eru alls 269 talsins og í hverri kjördeild starfa að lágmarki þrír starfsmenn Morgunblaðið/Ómar Auð sætin bíða Spennandi verður að sjá hverjir taka sæti á þingi að loknum kosningum. Kjörsókn Í Alþingiskosning- unum 2007 var kjörsóknin 83,6%. Í kosningunum sem fram fara á laugardag eru alls 228 þúsund manns á kjörskrá. „Það er öllum hollt að láta kíkja á kosningaframkvæmdina hjá sér, enda ekkert land og ekkert kerfi hafið yfir gagnrýni,“ segir Urður Gunnarsdóttir sem um árabil starf- aði sem blaðafulltrúi ÖSE (Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu) áður en hún tók við starfi fjöl- miðlafulltrúa utanríkisráðuneyt- isins. Bendir hún á að ekki sé til ein rétt leið til að framkvæma kosningar. Hins vegar sé lykilatriði að traust ríki á framkvæmdinni og að öll grundvallaratriði í lýðræð- islegum kosningum séu virt, s.s. að allir geti kosið, hafi kjörgengi og geti komið skoðun sinni á framfæri án utanaðkomandi þrýstings. Eins og frá hefur verið greint eru tíu sérfræðingar á vegum kosn- ingaeftirlits ÖSE komnir til lands- ins til að kynna sér undirbúning og framkvæmd komandi þingkosn- inga, en þetta er í fyrsta sinn sem ÖSE er með kosningaeftirlit á Ís- landi. Í hópnum eru bæði lögfræð- ingar, fjölmiðlafræðingar, sérfræð- ingar í kosningakerfum og stjórnmálafræðingar, en a.m.k. tveir í hópnum hafa setið í lands- kjörstjórn í heimalöndum sínum. Aðspurð segir Urður starfs- menn kosningaeftirlits ÖSE aldrei tjá sig um kosningar fyrr en að þeim loknum. Tekur hún fram að hafi eftirlitsmenn einhverjar at- hugasemdir séu þær alltaf settar fram sem uppbyggileg gagnrýni, enda markmiðið með eftirlitinu að stuðla að úrbótum. „Ekkert kerfi hafið yfir gagnrýni“ SKOÐUN Urður Gunnarsdóttir Urður Gunnarsdóttir er upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytis  Ekki er hægt að telja utankjör- fundaratkvæði fyrr en kjörstöðum hefur verið lokað. Ástæðan er sú að þeir sem kjósa utan kjörfundar hafa möguleika á að kjósa aftur í sjálfum kosningunum og ógilda við það fyrra atkvæði sitt. Alls eru 228.000 Íslendingar á kjörskrá fyrir komandi alþing- iskosningar, sem fram fara laug- ardaginn 25. apríl. Í gegnum tíð- ina hefur verið áætlað að um 10% atkvæða í kosningum á hverjum tíma séu utankjörfundaratkvæði. Hérlendis geta menn kosið utan- kjörfundar hjá sýslumanni eða hreppstjórum allt fram á kjördag, erlendis fer atkvæðagreiðslan m.a. fram í sendiráðum eða hjá ræð- ismanni en atkvæðið er síðan sent í ábyrgðarpósti til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Zóphóníassyni, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneyt- inu, stefnir allt í það að færri ut- ankjörfundaratkvæði verði í kosningum þetta árið. Segir hann það m.a. skýrast af því að fólk sé minna á ferðinni vegna krepp- unnar. Utankjörfundaratkvæði líklega færri í ár en áður  Stjórnmálaflokkunum er sam- kvæmt lögum um alþingiskosn- ingar gert að skila inn meðmæl- endum með framboðslistum sínum. Lögin kveða á um að fjöldi með- mælenda skuli vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og taln- anna 30 að lágmarki og 40 að há- marki. Það þýðir að í Norðvest- urkjördæmi, þar sem þingsætin eru 9, þarf á bilinu 270-360 meðmæl- endur. Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi, þar sem þingsætin eru 10, þarf 300-400 meðmælendur. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveim- ur, sem hvort um sig eru með 11 þingsæti, þarf 330-400 meðmæl- endur, en í Suðvesturkjördæmi, þar sem þingsætin eru 12, þarf 360-480 meðmælendur. Meðmælendur eru því alls á bilinu 1890-2520. Fjöldi meðmælenda 300- 400 í hverju kjördæmi  Í lögum um kosningar til Al- þingis kemur fram að á fram- boðslistum skuli vera vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsæt- um í kjördæm- inu, hvorki fleiri né færri. Það þýðir að ef sex listar verða í framboði verða alls 756 ein- staklingar í framboði fyrir kosning- arnar, en verði framboðslistarnir sjö verða frambjóðendur alls 882. Alls í kringum 800 fram- bjóðendur í kosningum Stattu vörð um viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn. Kynningarfundur mánudaginn 20. apríl kl 17:15 í fundarsal Maður lifandi, Borgartúni 24. Auður Capital kynnir 585-6500 audur.is Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.