Morgunblaðið - 19.04.2009, Side 14

Morgunblaðið - 19.04.2009, Side 14
14 Evrópumál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Vextir og stýrivextir M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A 2007 20092008 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 % Stýrivextir Seðlabanka Íslands Vextir danska seðlabankans Evru-vextir2,75% 4,0% 13,3% 0,25% 5,50% 2,0% 15,5% 12% 18% 15,5% ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 Hagvöxtur og atvinnuleysi á Íslandi og í Danmörku 14 12 10 8 6 4 2 0 -2 -4 Atvinnuleysi í Danmörku 10,6% Atvinnuleysi á Íslandi 2,5% Hagvöxtur á Íslandi -0,1% Hagvöxtur í Danmörku -0,1% 0,3% -1,3% 8,9% (í mars) 2,5% (í febrúar) Evran, danska krónan og sú íslenska Danir eru þátttakendur í ERM IIgengissamstarfinu. ERM II er fastgengiskerfi sem þýðir að gjald- miðillinn er tengdur evru og má gengið ekki flökta meira en +/-2,25% út frá miðgengi. Samkvæmt upplýsingum frá danska seðlabankanum hefur gengið vel að tengja gengi dönsku krónunnar við evruna frá innleiðingu hennar árið 1999. Þegar vaxtastigið er ákveðið í Danmörku er leitast við að styðja ofangreint gengismarkmið. Ætli Ísland að komast inn ímyntbandalagið (EMU) má halli á ríkissjóði ekki vera meiri en 3% af vergri landsframleiðslu, verðbólga aðeins 1,5% yfir meðaltali lægstu þriggja evrulanda, lang- tímavextir ekki meira en 2% hærri en í þeim ríkjum sem hafa minnsta verðbólgu og heildarskuldir ríkissjóðs ekki vera meiri en 60% af þjóðar- framleiðslu. Danir nálgast evruna Allt útlit er fyrir að senn muni Danir öðru sinni ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil í landinu. Meirihluti þingflokka er hlynntur upptöku en engu að síður er talið allt að því nauðsynlegt að fá grænt ljós frá Sósíalíska þjóðarflokknum, sem er klofinn í málinu. Takist leiðtogum Venstre, sem fer fyrir stjórninni, að telja forystumenn Sósíalíska þjóðarflokksins á evruupptöku er næsta víst að hún verði að veruleika um og eftir næstu þing- kosningar sem fara í síðasta lagi fram árið 2011. Baldur Arnarson kynnti sér andstæð sjónarmið um evruna í Kaupmannahöfn. S koðanakannanir hafa sýnt fram á að meirihluti kjósenda er hlynntur upp- töku evru. Fjármálahrunið hefur ýtt undir þennan stuðning,“ segir Kim Mortensen, talsmaður danska Jafnaðarflokks- ins í Evrópumálum, um afstöðu til evrunnar. Mortensen segir stuðning Sósíalíska þjóðar- flokksins (SF) allt að því forsendu fyrir því að evruupptaka verði samþykkt. „Ég skal vera hreinskilinn. Það verður mjög erfitt að samþykkja evruna í kosningu ef SF mun beita sér gegn henni. Því höfum við lagt mikla vinnu í að telja leiðtoga flokksins á að styðja upptökuna. Ef stuðningsmenn flokksins kjósa að styðja evruna verður upptaka hennar samþykkt. Ef þeir hins vegar segja nei eru af- ar litlar líkur á þeirri útkomu.“ Árið 1992 höfnuðu Danir Maastricht- sáttmálanum, stofnsamningi Evrópusam- bandsins, sem tók við af Evrópubandalaginu. Danir gengu í Evrópubandalagið árið 1973 og til að finna millileið í málinu var ráðist í gerð Edinborgar-samkomulagsins sem fól í sér fjór- ar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum, meðal annars þá að Danir þyrftu ekki að taka upp evru sem gjaldmiðil. Árið 2000 höfnuðu Danir að nema þessa undanþágu úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu en til skýringar bendir Mortensen á þá staðreynd að evran hafi þá enn aðeins verið rafrænn gjaldmiðill. Önnur ástæða sé sú að meðan á sex mán- aða kosningabaráttu um kjörið stóð hafi evran hægt og sígandi fallið gagnvart Bandaríkjadal. Þá hafi nokkrir fjármálasérfræð- ingar spáð hruni evrunnar innan fimm ára, spá sem þeir reyni nú að gleyma. Enn önnur ástæða sé sú að það sé mörgum tilfinninga- mál að notast við eigin gjaldmiðil. Á móti komi að evrumyntin (seðl- ar undanskildir) sem notast verð- ur við í Danmörku verði með dönsku sniði. Hans mat sé að kosið verði um evruna þegar Lissabon- samkomulagið er í höfn hjá Evrópusamband- inu. Það þýði að kosið verði að öllum líkindum þegar á næsta ári. Myndi auka vægi Norðurlandanna Mortensen telur, líkt og Pertti Torstila, ráðuneytisstjóri í finnska utanríkisráðuneyt- inu, að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði til að styrkja samstarf og áhrif Norður- landanna á vettvangi sambandsins. „Ég held að inngangan myndi hjálpa Íslend- ingum sem og styrkja samstarf og einingu Norðurlandanna í Evrópusambandinu. Með inn- göngu Íslands í sambandið myndi aðeins vanta Noreg inn í myndina. Þá yrðu öll Norður- löndin komin inn. Ég held að það myndi vega þungt á vettvangi sambandsins ef Norðurlöndin töluðu þar einni röddu.“ Vaxtahækkun Danska seðla- bankans í haust var notuð sem röksemd fyrir evruupptöku. Mortensen segir vaxtahækk- anirnar hafa kallað á sterk við- brögð evrusinna í Danmörku. „Það voru ekki aðeins fyrir- tækin sem kvörtuðu. Húsnæðis- eigendur eins og ég sögðu að nú væri komið í ljós hvað við þyrftum að greiða úr eigin vasa til standa undir dönsku vöxtunum (sjá graf).“ Inntur eftir afstöðu sinni til þeirrar rök- semdar Evrópusambands-andstæðinga á Ís- landi að Íslendingar myndu ekki hafa nein áhrif innan sambandsins segir Mortensen reynslu Dana benda til hins gagnstæða. „Við erum ekki eins smáir og Ísland en engu að síður smáir í samanburði við mörg Evrópu- ríkin. Það bar mjög á þessu sjónarmiði áður en við gengum í Evrópubandalagið árið 1973, þeg- ar sagt var að stóru ríkin myndu ráðskast með Danmörku. Nú ber ekki lengur á slíkri gagn- rýni frá andstæðingum aðildarinnar, því þeir vita að Danir hafa þvert á móti haft mikil áhrif innan sambandsins, einkum þegar þeir taka höndum saman með hinum Norðurlöndunum.“ – Geturðu nefnt dæmi um áhrif Dana á stefnumótun Evrópusambandsins? „Við höfum haft mikil áhrif í mörgum málum en það sem líklega ber hæst er sú stefna okkar að saman fari öryggi launþega gegn áföllum og sveigjanleiki á vinnumarkaði. Nú hefur þessi stefna verið innleidd í næstum öllum aðildar- ríkjum sambandsins. Umhverfismál eru annað dæmi. Við Danir getum bent á árangur okkar í loftslagsmálum þegar við þurfum að rökstyðja háleit markmið okkar fyrir hinum aðildar- ríkjum ESB. Þetta hefur borið árangur.“ Hafa ekki glatað sjálfstæðinu – Telur þú að Danir hafi glatað hluta sjálf- stæðis síns við inngönguna í sambandið? „Nei, alls ekki. Ég á sæti á danska þinginu. Ef ég teldi að sú þingseta hefði enga þýðingu myndi ég þá væntanlega stefna á Evrópu- þingið. Danska þingið gegnir lykilhlutverki í stjórnmálum landsins og mun gera svo áfram. Flestir Danir eru þessarar skoðunar.“ Afstaða SF mun ríða baggamuninn  Talsmaður jafnaðarmanna í Evrópumálum segir þrýst á Sósíalíska þjóðarflokkinn að styðja evruupptöku Kim Mortensen Evran og Danmörk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.