Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 14
14 Evrópumál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Vextir og stýrivextir M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A 2007 20092008 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 % Stýrivextir Seðlabanka Íslands Vextir danska seðlabankans Evru-vextir2,75% 4,0% 13,3% 0,25% 5,50% 2,0% 15,5% 12% 18% 15,5% ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 Hagvöxtur og atvinnuleysi á Íslandi og í Danmörku 14 12 10 8 6 4 2 0 -2 -4 Atvinnuleysi í Danmörku 10,6% Atvinnuleysi á Íslandi 2,5% Hagvöxtur á Íslandi -0,1% Hagvöxtur í Danmörku -0,1% 0,3% -1,3% 8,9% (í mars) 2,5% (í febrúar) Evran, danska krónan og sú íslenska Danir eru þátttakendur í ERM IIgengissamstarfinu. ERM II er fastgengiskerfi sem þýðir að gjald- miðillinn er tengdur evru og má gengið ekki flökta meira en +/-2,25% út frá miðgengi. Samkvæmt upplýsingum frá danska seðlabankanum hefur gengið vel að tengja gengi dönsku krónunnar við evruna frá innleiðingu hennar árið 1999. Þegar vaxtastigið er ákveðið í Danmörku er leitast við að styðja ofangreint gengismarkmið. Ætli Ísland að komast inn ímyntbandalagið (EMU) má halli á ríkissjóði ekki vera meiri en 3% af vergri landsframleiðslu, verðbólga aðeins 1,5% yfir meðaltali lægstu þriggja evrulanda, lang- tímavextir ekki meira en 2% hærri en í þeim ríkjum sem hafa minnsta verðbólgu og heildarskuldir ríkissjóðs ekki vera meiri en 60% af þjóðar- framleiðslu. Danir nálgast evruna Allt útlit er fyrir að senn muni Danir öðru sinni ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil í landinu. Meirihluti þingflokka er hlynntur upptöku en engu að síður er talið allt að því nauðsynlegt að fá grænt ljós frá Sósíalíska þjóðarflokknum, sem er klofinn í málinu. Takist leiðtogum Venstre, sem fer fyrir stjórninni, að telja forystumenn Sósíalíska þjóðarflokksins á evruupptöku er næsta víst að hún verði að veruleika um og eftir næstu þing- kosningar sem fara í síðasta lagi fram árið 2011. Baldur Arnarson kynnti sér andstæð sjónarmið um evruna í Kaupmannahöfn. S koðanakannanir hafa sýnt fram á að meirihluti kjósenda er hlynntur upp- töku evru. Fjármálahrunið hefur ýtt undir þennan stuðning,“ segir Kim Mortensen, talsmaður danska Jafnaðarflokks- ins í Evrópumálum, um afstöðu til evrunnar. Mortensen segir stuðning Sósíalíska þjóðar- flokksins (SF) allt að því forsendu fyrir því að evruupptaka verði samþykkt. „Ég skal vera hreinskilinn. Það verður mjög erfitt að samþykkja evruna í kosningu ef SF mun beita sér gegn henni. Því höfum við lagt mikla vinnu í að telja leiðtoga flokksins á að styðja upptökuna. Ef stuðningsmenn flokksins kjósa að styðja evruna verður upptaka hennar samþykkt. Ef þeir hins vegar segja nei eru af- ar litlar líkur á þeirri útkomu.“ Árið 1992 höfnuðu Danir Maastricht- sáttmálanum, stofnsamningi Evrópusam- bandsins, sem tók við af Evrópubandalaginu. Danir gengu í Evrópubandalagið árið 1973 og til að finna millileið í málinu var ráðist í gerð Edinborgar-samkomulagsins sem fól í sér fjór- ar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum, meðal annars þá að Danir þyrftu ekki að taka upp evru sem gjaldmiðil. Árið 2000 höfnuðu Danir að nema þessa undanþágu úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu en til skýringar bendir Mortensen á þá staðreynd að evran hafi þá enn aðeins verið rafrænn gjaldmiðill. Önnur ástæða sé sú að meðan á sex mán- aða kosningabaráttu um kjörið stóð hafi evran hægt og sígandi fallið gagnvart Bandaríkjadal. Þá hafi nokkrir fjármálasérfræð- ingar spáð hruni evrunnar innan fimm ára, spá sem þeir reyni nú að gleyma. Enn önnur ástæða sé sú að það sé mörgum tilfinninga- mál að notast við eigin gjaldmiðil. Á móti komi að evrumyntin (seðl- ar undanskildir) sem notast verð- ur við í Danmörku verði með dönsku sniði. Hans mat sé að kosið verði um evruna þegar Lissabon- samkomulagið er í höfn hjá Evrópusamband- inu. Það þýði að kosið verði að öllum líkindum þegar á næsta ári. Myndi auka vægi Norðurlandanna Mortensen telur, líkt og Pertti Torstila, ráðuneytisstjóri í finnska utanríkisráðuneyt- inu, að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði til að styrkja samstarf og áhrif Norður- landanna á vettvangi sambandsins. „Ég held að inngangan myndi hjálpa Íslend- ingum sem og styrkja samstarf og einingu Norðurlandanna í Evrópusambandinu. Með inn- göngu Íslands í sambandið myndi aðeins vanta Noreg inn í myndina. Þá yrðu öll Norður- löndin komin inn. Ég held að það myndi vega þungt á vettvangi sambandsins ef Norðurlöndin töluðu þar einni röddu.“ Vaxtahækkun Danska seðla- bankans í haust var notuð sem röksemd fyrir evruupptöku. Mortensen segir vaxtahækk- anirnar hafa kallað á sterk við- brögð evrusinna í Danmörku. „Það voru ekki aðeins fyrir- tækin sem kvörtuðu. Húsnæðis- eigendur eins og ég sögðu að nú væri komið í ljós hvað við þyrftum að greiða úr eigin vasa til standa undir dönsku vöxtunum (sjá graf).“ Inntur eftir afstöðu sinni til þeirrar rök- semdar Evrópusambands-andstæðinga á Ís- landi að Íslendingar myndu ekki hafa nein áhrif innan sambandsins segir Mortensen reynslu Dana benda til hins gagnstæða. „Við erum ekki eins smáir og Ísland en engu að síður smáir í samanburði við mörg Evrópu- ríkin. Það bar mjög á þessu sjónarmiði áður en við gengum í Evrópubandalagið árið 1973, þeg- ar sagt var að stóru ríkin myndu ráðskast með Danmörku. Nú ber ekki lengur á slíkri gagn- rýni frá andstæðingum aðildarinnar, því þeir vita að Danir hafa þvert á móti haft mikil áhrif innan sambandsins, einkum þegar þeir taka höndum saman með hinum Norðurlöndunum.“ – Geturðu nefnt dæmi um áhrif Dana á stefnumótun Evrópusambandsins? „Við höfum haft mikil áhrif í mörgum málum en það sem líklega ber hæst er sú stefna okkar að saman fari öryggi launþega gegn áföllum og sveigjanleiki á vinnumarkaði. Nú hefur þessi stefna verið innleidd í næstum öllum aðildar- ríkjum sambandsins. Umhverfismál eru annað dæmi. Við Danir getum bent á árangur okkar í loftslagsmálum þegar við þurfum að rökstyðja háleit markmið okkar fyrir hinum aðildar- ríkjum ESB. Þetta hefur borið árangur.“ Hafa ekki glatað sjálfstæðinu – Telur þú að Danir hafi glatað hluta sjálf- stæðis síns við inngönguna í sambandið? „Nei, alls ekki. Ég á sæti á danska þinginu. Ef ég teldi að sú þingseta hefði enga þýðingu myndi ég þá væntanlega stefna á Evrópu- þingið. Danska þingið gegnir lykilhlutverki í stjórnmálum landsins og mun gera svo áfram. Flestir Danir eru þessarar skoðunar.“ Afstaða SF mun ríða baggamuninn  Talsmaður jafnaðarmanna í Evrópumálum segir þrýst á Sósíalíska þjóðarflokkinn að styðja evruupptöku Kim Mortensen Evran og Danmörk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.