Saga


Saga - 1951, Side 20

Saga - 1951, Side 20
194 manna. Bjarni Sturluson mun vera fæddur um 1530—1540 og kemur því mjög vel heim, að hann sé föðurfaðir þeirra Steingrímssona, sem munu fæddir nálægt 1610—1620. Ég hef séð haft eftir sira Jóni Helgasyni í Hofsþingum, að Guðrún Þorsteinsdóttir, kona sira Egils á Tjörn Ólafssonar, hafi verið móð- urmóðursystir Steins biskups og 3 systra á Ljótsstöðum á Höfðaströnd, nefnilega 2 Guð- rúna og Kristínar. Nú segir Steingrímur biskup það í ættartölum sínum, og virðist kunna á því glögg skil, að Guðrún, sem var síðari kona sira Egils, hafi verið móðir sira Ólafs á Brúar- landi. sem kvæntur var Sólveigu Þorsteinsdótt- ur bróðurdóttur Guðrúnar móður Steins bisk- ups. Ættartölur rekja ætt Sólveigar fullum fetum og engin ástæða er til að efast um, að þær skýri rétt frá. Samkvæmt þessu hefðu þau átt að vera að 2. og 3., sira Ólafur og kona hans, en konungsleyfi þurfti í þá daga til þess, að svo skyldir mættu eigast. Ekki er nú kunnugt um, að þetta leyfi hafi verið veitt, en ekki er að marka það, og það sem sira Jón Helgason segir, er með þeim líkindum, að ekki má hafna því, þótt honum eða þeim, sem eftir honum ritaði, að vísu verði það á að telja systurnar á Ljótsstöðum dótturdætur í stað sonardótturdætur Guðlaugar, ömmu Steins biskups, og verður komið að því síðar. Synir Guðrúnar Þorsteinsdóttur og sira Egils voru Sveinn bóndi á Grund í Svarfaðar- dal, faðir Þuríðar. sem fyrst var síðasta kona sira Jóns í Stærraárskógi Einarssonar, en síð- ar átti Nikulás á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.