Saga


Saga - 1951, Page 56

Saga - 1951, Page 56
230 lagsins lengi verið ljóst, að nauðsyn bæri til að hefja útgáfu algerlega sagnfræðilegs tímarits og eðlilegast væri, að Sögufélagið beitti sér fyrir henni. Var útgáfa slíks tímarits ráðin á stjórn- arfundi 15. apríl 1950, og skyldi það nefnast Saga, tímarit Sögufélagsins. Kom fyrsta heftið út sama ár, þótt það teljist til ársins 1949, og ritaði forseti félagsins það einn. Þetta er fyrsta tilraun til útgáfu sagnfræðilegs tímarits hér á landi, því að Tímarit Jóns Péturssonar (Rv. 1869-1873) var eingöngu ættfræðilegs efnis. Geta má þess hér, að Sögufélagið gaf út skrá um Sögufélagsmenn 1906-1914 og síðan Skýrslu Sögufélagsins. I skýrslunni eru m. a. birtar gerðir aðalfunda og reikningar félagsins. Allar þessar bækur hafa félagsmenn auðvit- að fengið, en auk þeirra hefur Sögufélagið keypt handa þeim eintök af sex ritum, er aðrir gáfu út. Þau eru: Skrá Landsskjalasafnsins I—III (Rv. 1903—1910), Ríkisréttindi fslands (Rv. 1908), Ævisaga Jóns Þorkelssonar Skálholts- rektors I—II (Rv. 1910), Niðjatal síra Þorvalds Böðvarssonar og síra Björns Jónssonar (Rv. 1913), Söguþættir eftir Gísla Konráðsson (Rv. 1913-1915) og Ævisaga Magnúsar Ketilssonar (Rv. 1935). Við því er ekki að búast, að Sögufélagið hafi sinnt að ráði öðru en útgáfustörfum, en þó átti það frumkvæði að því eftir tillögu Hannesar Þorsteinssonar, að Landsbókasafnið keypti handritasafn dr. Jóns Þorkelssonar landsskjala- varðar 1904. Það eru engir smámunir, sem Sögufélagið hefur afrekað á þessari hálfu öld, er það hefur

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.