Saga - 1954, Side 8

Saga - 1954, Side 8
2 Viðurlög kirkjunnar voru með ýmsum hætti. Þyngstu viðurlög voru ið svonefnda interdictum, sem nefna mætti ið mesta eða hæsta bann. Var því stundum beitt, ef æðsti meðferðarmaður ins veraldlega valds (keisari, konungur o. s. frv.) beitti kennivaldið í umdæmi sínu ofbeldi eða gekk óhóflega á réttindi kirkjunnar. Þetta bann gat páfinn einn, eða biskup fyrrum í um- dæmi sínu, lagt á, enda máttu kennimenn þá engar kirkjulegar athafnir hafa þar um hönd, ekki svo mikið sem hringja klukku. Slíkt bann var því ákaflega þungbært trúuðum mönnum, enda gerðu forráðamenn þess lands, sem fyrir því varð, venjulega fljótt ráðstafanir til þess að fá því af létt með sátt við kirkjuvaldið. Þessu banni hefur ekki verið beitt á íslandi, nema ef telja skyldi bann Guðmundar biskups Arasonar við kirkjulegum athöfnum í Norðlendingafjórð- ungi nokkru eftir 1200, sem mun að vísu hafa verið löglegt, enda þótt því væri lítt hlýtt. Þá var bann ið meira svonefnt (anathema, stund- um nefnt excommunicatio major). Þeim, sem fyrir því varð, var meinuð öll kirkjuleg þjón- usta. Hann mátti ekki samneyta öðrum mönn- um, og ekki mátti grafa líkama manns í vígðri mold, ef hann andaðist áður en hann yrði leyst- ur af banni, nema hann hefði sýnt iðrunar- merki á banadægri. Þeir, sem vísir vitendur samneyttu bannsettum manni, felldu á sig bann með því móti. Stundum bökuðu menn sér slíkt bann með verki því eða verkum, sem þeir höfðu unnið (excommunicatio latæ sententiæ), t. d. með því að leggja hendur á biskup eða kenni- mann, en stundum skyldi veita inum brotlega þrjár áminningar með hótun um bann, ef eigi

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.