Saga - 1954, Blaðsíða 58
52
að jafnvel líf hans lægi við. Er Ari prófastur
Guðmundsson á Mælifelli furðu fáorður um mál
séra Árna í annál sínum, en auðséð er þó, að
ekki hefur hann trúað verulega á galdrarykti
það, sem á hann var borið. „Kona hans Ingi-
björg meintist helzt völd að því, sem manni
hennar var kennt“, segir í annálnum, og síðan
koma slúðursögur að austan um galdra hennar,
sem síðar miklu eiga að hafa gerzt. Er lang-
sennilegast, að þetta sé innskot Gísla Konráðs-
sonar, sem afritaði annálinn.
Til Englands fer séra Árni vegna þess að
Þorsteinn bróðir hans hafði setzt þar að og
kvænzt, og mun hann hafa vonazt eftir athvarfi
hjá honum. En líklega hefur hann annað hvort
verið dáinn, er séra Árni kom út, eða hann ekki
náð sambandi við hann, því að samkvæmt því,
sem áður er getið, virðist séra Árni hafa lent á
vonarvöl úti og líklega dáið af hrakningi.
Þegar séra Árni flýr til Austurlands, hefur
hann sennilega tekið alla fjölskyldu sína með
sér og fjármuni. Hefur hann staðnæmzt að Nesi
í Loðmundarfirði, því að þar er Ingibjörg kona
hans talin búa eftir að hann fer til Englands,
og síðan býr þar Þuríður dóttir þeirra.
Eftir burtför séra Árna af landinu og dauða
hans er eins og galdraáburðurinn leggist með
öllum sínum þunga á madömu Ingibjörgu og
síðar á sum af börnum þeirra. Hvort það hafa
verið hinir nýju sveitungar þeirra, sem standa
fyrir söguburðinum, er ekki vitað, en ósjálfrátt
koma manni í hug vísuorð skáldsins frá Hall-
freðarstöðum, sem rúmum 200 árum síðar flutt-
ist að Nesi í Loðmundarfirði og orti þar þessa
alkunnu stöku: