Saga - 1954, Blaðsíða 16
10
sem Iliansveg fara (íslenzk alfræði I. 15). Leið-
in um Frakkland mun vera sá vegur, sem í ís-
lenzkum heimildum er nefnd „vestri leið“ og
Kári Sölmundarson er sagður hafa farið bæði
suður og aftur norður, sbr. Njálssögu 159. kap.,
andstætt hinni leiðinni, yfir St. Bernhard, Sviss
og Þýzkaland, sem nefnd er „eystri leið“ og
Flosi er sagður hafa farið norður aftur frá
Rómaborg.
Flestir fslendingar hafa farið ina „eystri
leið“, því að þeir hafa farið suður úr Noiægi.
f Leiðarvísi þeim, sem áður getur, er þeirri leið
einni lýst allrækilega, og bendir það til þess,
sem vita mátti, að íslenzkir Rómferlar hafi
hana langmest farið. Gert er ráð fyrir því, að
farið sé úr Noregi. Þaðan eru tvær leiðir nefnd-
ar. Vestri leiðin er til Deventer eða Utrecht í
Hollandi, þar sem menn taki staf og skreppu og
vígslu til Rómaferðar. Vígslu tóku pílagrímar
reyndar enga, en þeir hlutu blessun prestvígðs
manns, beðið var fyrir þeim og ferðabæn var
þeim gefin. Frá Deventer eða Utrecht skyldi svo
fara um Köln til Mainz. Og mætast þar leiðir
þeirra, sem þessa leið fóru, og þeirra, sem hina
leiðina fóru úr Noregi og nefnd er í Leiðarvísi.
Liggur hún úr Noregi til Álaborgar. Þaðan fóru
menn um Vebjörg — Heiðabæ — Slesvík — Itze-
hoe til Stade í Hannover. Þaðan mátti tvær
leiðir fara til Mainz. Önnur, in vestri, lá um
Verden — Nienburg — Minden — Paderborn
til Mainz. Hin, in eystri, lá um Hildesheim og
fleiri minni bæi til Mainz. Þaðan lá leiðin svo
um Speier — Strassburg til Basel (Baslaraborg)
1 Svisslandi. Þaðan var farið um Solothurn til
Vevey norðanvert við Genfervatn, sem nefnt er