Saga - 1954, Blaðsíða 62

Saga - 1954, Blaðsíða 62
56 að ræða madömu Ingibjörgu Jónsdóttur, ekkju séra Árna. I fyrsta lagi: Á þessu tímabili þekk- ist engin önnur kona á Austurlandi með þessu nafni bendluð við fjölkynngi. I öðru lagi: Vott- orðin, sem konan leggur fram, eru bæði af Norður- og Austurlandi. Sýnir það, að hún hef- ur verið þekkt á báðum stöðum, og kemur það heim og saman þar sem madama Ingibjörg er. Virðist þetta taka af allan vafa, að um hana sé að ræða. Á næstu árum er ekkert um þetta mál getið í Alþingisbókunum, enda ekki ástæða til þess, þar sem hér var ekki um kæru að ræða, heldur leyfi til að hnekkja með eiði mannorðsspillandi rógburði og slúðursögum. Má telja víst, að Ingi- björg hafi unnið eiðinn og hreinsað mannorð sitt, það sem hún átti eftir ólifað. Hitt gat hún ekki komið í veg fyrir, að nafn hennar yrði síð- ar notað sem uppistaða í ýkjafullan og ill- kvittnisfullan þjóðsagnaskáldskap. Börn þeirra Ingibjargar og séra Árna eru talin fimm: Þuríður fædd 1660, Gísli fæddur 1661, Gunnar fæddur 1664, Jón og Margrét. Aðeins þrjú hin fyrstu finnast í manntalinu frá 1703, svo að öruggt megi telja. 1. Þuríður húsfreyja í Nesi í Loðmundar- firði, ekkja, 43 ára gömul. Hjá henni eru tveir synir hennar: Jón 19 ára og Oddur 15 ára. Af aldri Jóns má ráða, ’að Þuríður hefir gifzt manni sínum Guðmundi Odds- syni frá Húsavík eystra stuttu eftir að fjölskyldan fluttist austur. Þuríður var vinsæl og vel metin kona og enda þótt hún væri talin fjölkunnug sem foreldrar henn- ar, er það tekið fram, að hún hafi aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.